Árni Guðmundsson, háskólakennari og fyrrum æskulýðsfrömuður í Hafnarfirði, kom með ágæta ábendingu á heimasíðu sinni eftir að ég talaði fyrir frumvarpi mínu og Þuríðar Backmans um áfengisauglýsingar.
Indriði H. Þorláksson, sem komið hefur að Icesave samningaviðræðunum, hefur nú hafið ritun greinaflokks á Smugunni (smugan.is) þar sem hann reifar sjónarmið sín.
Þjóðverjar hyggjast banna bónus greiðslur í bönkum og setja hámark á launagreiðslur í bönkum. Sarkozy Frakklandsforseti hefur látið banna bónusgreiðslur í bönkum sem hafa þurft á aðstoð ríkisins að halda.
Opin umræða um Icesave er þegar farin að skila árangri. Ferillinn, sem málið fór inn í við ákvörðun forseta Íslands um að vísa málinu til þjóðarinnar að kröfu fjórðungs kosningabærra manna í landinu, hefur orðið til góðs.
Vefmiðillinn pressan.is vekur athygli á skrifum Karls Th. Birgissonar, ritstjóra tímaritsins Herðubreiðar um Icesave og aðkomu okkar nokkurra að því máli; fólks sem á það sammerkt að hafa viljað endurskoðun á þeim skilmálum sem Alþingi fékk undirritaða til umfjöllunar síðastliðið sumar.