Við sem skipum efstu sætin í Kraganum höfum að undanförnu komið víða við í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins, sótt fundi, heimsótt vinnustaði og dreift upplýsingum um áherslur VG við verslunarmiðstöðvar.
Í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld minnti Kolbrún Halldórsdóttir, oddviti okkar Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, á eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar þegar til framtíðar er litið: Eignarhald á vatni.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í málefnum geðfatlaðra barna og unglinga.
Forsvarsfólk Húmanistahreyfingarinnar í Evrópu hefur sent frá sér ákall um afnám kjarnorkuvopna. Íslenskum stjórnmálaflokkum og einstökum stjórnmálamönnum hefur verið ritað bréf þar sem spurt er um afstöðu til þessa framtaks.
Þessa dagana er ég gestapenni hjá Talsmanni neytenda www.tn.is. Geri ég að umræðuefni þá þróun sem orðið hefur á auglýsingamarkaði samfara aukinni samþjöppun og tilhneigingu til fákeppni.
Á sumardaginn fyrsta fer ég jafnan í skátamessu í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Mér finnst þetta tilheyra sumardeginum fyrsta og jafnframt geri ég þetta í minningu föður míns Jónasar B.
Í dag var birt á Stöð 2 skoðanakönnum úr Suðvestur-kjördæmi, Kraganum svokallaða. Samkvæmt könnuninni fengi Vinstrihreyfingin grænt framboð 17,4% atkvæða og tvö þingsæti í kjördæminu.