Fara í efni

Greinasafn

2003

Kjaradómur á ábyrgð þingsins

Hvernig stendur á því að ráðherrar fengu launahækkun sem samsvarar mínum launum með yfirvinnu? Hverjir eru í kjaradómi og af hverju ákveða þingmenn ekki sín laun sjálfir? Halda þeir að þeir geti falið sig á bakvið einhverja nefnd og þurfa því ekki að svara fyrir þessar hækkanir? Kveðja Andrés Kristjánsson Sæll Andrés og þakka þér fyrir bréfið.

Góðar óskir

Sæll, Til hamingju með að komast inn fyrir Reykjavíkurkjördæmi Suður. Ég vonast til að þú beitir þér af heilum hug við að koma sjónarmiðum "okkar" vinstri grænna til skila bæði á Alþingi og annarstaðar þar sem pólitísk umræða á sér stað.

Ólína bíður spennt eftir Mogga

Ólína sem að mínu mati kemur oft auga á ýmsar athyglisverðar hliðar stjórnmálanna sendi síðunni bréf í morgun.

Vilji kjósenda

Sæll Ögmundur. Skemmtilegt viðfangsefni vilji kjósenda. Nú liggur fyrir að kjósendur vildu ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þeir höfnuðu því að láta Davíð Oddsson vera lengur fyrsta þingmann okkar Reykvíkinga í norðurkjördæminu, þeir hafna áherslum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og refsa Sjálfstæðisflokknum, - ef marka má úrslit kosninganna! Er þetta svona einfalt og skýrt? Eða er þessi “vilji kjósenda” enn ein afstrakssjónin, eða nálgunin við einhvern gefinn og tilbúna túlkun á raunveruleika? Látum því ósvarað, en skoðum nokkra umhugsunarverða þætti.

Má ekki Framsókn kynna sín störf?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson spurði þessarar spurningar í Silfri Egils í dag þegar auglýsingamennsku kosningabaráttunnar bar á góma í þættinum.

Það verður kosið um heilbrigðismál

Birtist í Mbl. 10.05.2003Í aðdraganda kosninganna hefur verið horft mjög til skattamála. Því miður hafa stjórnarflokkarnir og Samfylkingin sem boða minni tekjur ríkisins með skattatillögum sínum ekki verið krafðir nægilega svara um hvar þeir ætli að skera niður eða að hvaða marki þeir ætli að mæta niðurskurðinum með auknum þjónustugjöldum.

Þeir láta flagga sér

Fyrir svo sem eins og fjörutíu árum heyrðum við fyrstu bítlalögin leikin í Útvarpinu og allt í einu varð eins og framtíðin yrði áþreifanlegri.

Verkalýðshreyfing gegn skoðanakúgun

Tilraunir forsvarsmanna Útgerðarfélags Akureyrar til skoðanakúgunar eru forkastanlegar. Í lesendabréfi í dag brýnir Ólína verkalýðshreyfinguna til að rísa upp gegn yfirgangi útgerðarforstjóranna og tilraunum þeirra til að stýra starfsmönnum í kjörklefunum.

Stefnan í mannréttindamálum

Fyrir alþingiskosningar beina aðskiljanleg samtök spurningum til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og óska eftir afstöðu þeirra til málefna sem tengjast viðkomandi samtökum.

Styðjið okkur til að styðja ykkur

Birtist í BreiðholtsblaðinuHver hafa verið helstu átakamálin á Alþingi síðustu fjögur árin? Ég vil fyrst nefna skattamál.