Fara í efni

Greinasafn

2003

Kollsteypa kjarnafjölskyldunnar framundan

Sæll Ögmundur. Áframhaldandi velsæld og öryggi er rauði þráðurinn í þeirri tálsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur að kjósendum í kosningaauglýsingum sínum.

Lyftum fólki til flugs...

Góðir félagar. Til hamingju með daginn. Ef til vill þarf börn til að sjá mjög skýrt muninn á réttu og röngu.

Rússarnir ganga aftur

Blessaður Ögmundur. Ég þakka hlý orð í minn garð. Kosningabaráttan er hrein skemmtun að verða finnst mér. Á dögunum var til dæmis sett upp sýning á gömlum áróðurspésum og slagorðum og vekur þar hvað mesta athygli bláa höndin.

Þegar litið er hundrað ár til baka...

Ræða Ögmundar Jónassonar á fundi trúnaðarmanna SFR og St.Rv. 29. apríl 2003 Góðir félagar í BSRB. Það er mér mikið ánægjuefni að ávarpa þennan glæsilega fund trúnaðarmanna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkur.

Er þetta Ólína Þorvarðardóttir?

Ég sé ekki betur en síðan þín sé að verða ein sú alfjörugusta. Ég vil þakka þér fyrir þínar greinar en einnig finnst mér mjög góðar greinar sem birtast á síðunni undir Frjálsum pennum og fjölmiðlagagnrýni  og sum lesendabréfin eru mjög góð og greinilega góðir pennar þar á ferð þótt ekki séu þeir allir auðkennanlegir.

Fríhöfn í þágu þjóðar

Birtist í Mbl. 28.04.2003Keflavíkurflugvöllur er stærsta hliðið að landi okkar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að þessi mikilvægi hluti af samgöngukerfi þjóðarinnar verði í almannaeign og lúti almannastjórn.

Steinar í götu sjúkra

Kæru vinir. Skrifa nokkrar línur frá Ramallah á síðasta degi þessarar ferðar. Aðstæður eru mjög erfiðar og ómögulegt að komast á alla þá staði sem maður ætlar sér vegna ótrúlegrar uppfinningasemi hernámsliðsins  í að hindra fólk í að komast leiðar sinnar.

Frelsarar verða drottnarar

Nýjasta nýtt frá Írak er að frelsurunum sem sögðust vera að frelsa kúgaða Íraka og boða þeim lýðræði og mundu síðan hverfa til síns heima hefur nú snúist hugur - þó marga kunnuga hafi alltaf grunað að ætlanir innrásaraðilana hafi aldrei verið jafn göfugar og þeir reyndu að ljúga til um.

Hvað tekur við í Írak?

Er hægt að koma á lýðræði í Írak? Og hverskonar leiðtoga kæmu Írakar til með að treysta og velja til forystu? Það hefur borið á því að róttækir sjíítar séu að ná yfirhöndinni í suðurhluta landsins.

Svikin vara – Verkefni fyrir Neytendasamtökin?

Um helgina hafa verið umræðuþættir í Sjónvarpinu (RÚV) þar sem frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram á landsvísu hafa sest á rökstóla.