Fara í efni

Greinasafn

2003

Nýlenduherrar koma sér fyrir

Breska blaðið Times skýrir frá því að  að fyrrum framkvænmdastjóri Shell olíveldisins muni hafa yfirumsjón með olíuiðnaði Íraka.

Er fyrirheitna landið fundið í einkavæddum ríkisbönkum?

Birtist í Fréttablaðinu 26.04.2003Aðeins einn flokkur á Alþingi var fylgjandi því að þjóðin starfrækti ríkisbanka.

Spurt um kosningaáherslur

Er mikið að pæla í að kjósa ykkur, en ég hef svolítið verið að pæla í þessari fyrningarleið og hef mínar efasemdir um hana að því leyti að þetta verði of mikið ríkis- og sveitarfélagabatterí og hvort að kunningja- og hagsmunatengsl eigi ekki eftir að ráða miklu líka ef sú leið verður farin.

Framhaldsskólar á markað

Sæll. Hvað finnst þér um þessa frétt? http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1028023 Kveðja, Sigurður Ekki er þetta löng fyrirspurn eða öllu heldur ábending frá þér Sigurður, en þeim mun umhugsunarverðari.

Mordechai Vanunu

Sá dagur verður að koma að vopnaeign Ísraela og sú ógn sem af Ísraelsríki stafar komist í umræðuna.  Þeir sem fylgja blint stefnu núverandi valdhafa heimsins verða líka að svara fyrir tvískinnungshátt herra sinna.

Kveðja frá frjálshyggjumanni

Sæll Ögmundur, Ég vildi einungis óska þér alls hins besta í komandi kosningum. Sjálfur er ég eindreginn frjálshyggjumaður - en ég ber virðingu fyrir þér og öðrum sem ekki eru umbúðinar einar eins og Samfylkingin.

Ísland ehf.

Veruleiki okkar er að miklu leyti ákvarðaður af fólki sem á eða hefur völd yfir miklu fé.  Þrátt fyrir að lýðræðislegar stofnanir eins og Alþingi og sveitarstjórnir hafa sjálfar mikið vald eru margar mikilvægustu ákvarðanir sem snerta almenning teknar á lokuðum fundum, handan afskipta þess.  Nú er til að mynda orðið ljóst að Búnaðarbankinn og Kaupþing hafa ákveðið að sameinast svo úr verður einhver mesta samþjöppun valds og fjármuna í íslenskri sögu.  Þessa ákvörðun tóku menn sem munu græða mikið á þessum samruna og ljóst er að ef samkeppni hefur í raun ríkt á fjármálamarkaðnum getur þessi nýi risi nú drottnað í lánaviðskiptum á Íslandi.  Hópur innan Kaupþings og Búnaðarbankans hefur þegar sýnt tilburði í þá átt að vilja eigna sér sparisjóðina.  Til að nefna annað mál sem skiptir alla Íslendinga máli en aðeins fáir ráða er vert að minna á þátt Burðaráss ehf.

Lýðræðið er í húfi

Grunntónninn í grein  Jóns K. Stefánssonar, sem birtist á heimasíðunni í dag, en hann hefur áður skrifað í nafni frjálsra penna hér á síðunni, er að minna á að baráttan í þjóðfélaginu er á milli fjármagnsaflanna annars vegar og lýðræðis og hagsmuna almennings hins vegar.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn

Kæri Ögmundur! Nú þegar bandarísk stjórnvöld hafa að mestu kastað lýðræðisgrímunni - a.m.k. hvað alþjóðasamfélagið snertir - og bandaríski herinn fremur níðingsverk í fjarlægum löndum er ekki kominn tími til að hefja baráttuna gegn veru þessa sama hers hér á landi aftur hærra í umræðuna? Hamra skal járn meðan heitt er.

Staða Íslands eftir 10-20 ár

Daginn. Langar að spyrja þig. Hvernig sérðu fyrir þér stöðu Íslands í heimsmálum eftir 10-20 ár? Ég er þá að meina t.d.