Mjög athyglisverð umræða hefur farið fram hér á heimasíðunni um ýmsar hliðar réttarkerfisins og hafa mörg siðferðileg og heimspekileg álitamál verið vegin og metin.
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum í samfélaginu og á þessari heimasíðu við Hæstaréttadóminum um tveggja ára fangelsisdóm Árna Johnsen.
Birtist í Mbl. 11. febrúar 2003Á hverjum degi vöknum við upp við yfirlýsingar bandarískra ráðamanna eða helstu bandamanna þeirra um að tíminn sé útrunninn fyrir Íraka.
Að undanförnu hefur farið fram mikil leit að fátæku fólki hér á landi. Forsætisráðherra Samfylkingarinnar er kominn á sporið eins og hann kunngjörði á flokksráðstefnunni í Borgarnesi um helgina.
Sæll Ögmundur. Þú spyrð skiljanlega um refsinguna og þjáningu fórnarlambsins. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei sé hægt að ákvarða refsingu sem fall af þjáningu þolandans af því þjáningin er ekki algild heldur einstaklingsbundin.
Birtist í Fréttablaðinu 7.02.2003Samstöðufundir á Austurvelli í hverju hádegi frá því snemma í haust – í öllum veðrum – fjöldafundir, greinaskrif, umræður í fjölmiðlum og manna á milli; í fáum orðum, málafylgja í þágu umhverfisverndar, innan þings og utan, hefur skipt máli og hefur nú skilað árangri.
Sæll Ögmundur. Mér finnst hæstaréttardómurinn yfir Árna Johnsen harðneskjulegur. Hann braut vissulega af sér og á skilið refsingu, en hugsum þetta út frá refsingunni, tveggja ára fangelsisdómnum.