09.09.2003
Ögmundur Jónasson
Halldór Ásgrímsson er þakklátur maður. Hann hefur nú, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fært ítölsku verktökunum Impregilo sérstakar þakkir enda er hann þeirrar skoðunar “að það sé mikilvægt að hið jákvæða komi fram…” Þetta segir utanríkisráðherra Íslands á sama tíma og Impregilo er sakað um að brjóta íslenska kjarasamninga og sýna verkamönnum við Kárahnjúka svívirðilega framkomu.