Fara í efni

Greinasafn

2007

REICODE

„Eignir Reykjavík Energy Invest verða á bilinu 180 til 300 milljarðar króna þegar félagið fer á markað árið 2009 ef áætlanir fyrirtækisins standast.

HÁVAXTASTEFNA DÝRU VERÐI KEYPT

Stýrivextir eru helsta stjórntæki Seðlabanka Íslands á innlendum peningamarkaði. Stýrivextir lækkuðu árið 2002 úr 10.1% á fyrsta ársfjórðungi í 5.8% í árslok, en hækkuðu síðan úr 6% í 14% frá maí 2004 til október 2005.Hækkun stýrivaxta eftir maí 2004 leiddi til sívaxandi útgáfu erlendra skuldabréfa í íslenzkum krónum og meðfylgjandi hækkun á vaxtagjöldum þjóðarbúsins úr 35 milljörðum 2004 í 61 milljarð 2005 og 167 milljarða 2006.Samsvarandi tölur yfir nettó vaxtagjöld (þ.e.a.s.
GUÐFINNA OG SKÖPUNARSAGAN

GUÐFINNA OG SKÖPUNARSAGAN

Á þingi Evrópuráðsins var fyrir nokkrum dögum fjallað um það sem á ensku er stundum kallað  Intelligent Design og ég hef þýtt sem Vitræn Hönnun.

EÐALVÍN OG ÓDÝRT KASSAVÍN

Minni sumra stjórnmálafræðinga í háskólasamfélaginu er stundum eins og ódýr vín sem kaupa má í sjoppum í útlöndum, eða kassavín.

ERTU SÁTTUR?

Sæll Ögmundur. Ótrúleg frétt ef rétt reynist að Svandís stökkvi í fang Binga eftir allan hinn góða málstað í þessu REI dæmi.

VAR ÞAÐ ÞETTA SEM MENN VILDU?

Mikil átök eiga sér stað um um þessar mundir um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna og vatnsins. Átök sem snúast um það hvort tryggja eigi eignarhald og nýtingu ríkis og sveitarfélaga á orkuauðlindunum  eins og annarri grunnþjónustu eða hvort fórna eigi sameigninni í þágu peningaaflanna.
NÝJUM MEIRIHLUTA Í REYKJAVÍK ÓSKAÐ HEILLA

NÝJUM MEIRIHLUTA Í REYKJAVÍK ÓSKAÐ HEILLA

Nýr borgarstjórnarmeirihluti er kominn til sögunnar í Reykjavík. Einkavæðing í orkugeiranum og brask henni tengt varð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að falli.

GÓÐ TÍÐINDI!

Góði Ögmundur ... Já það hafa skeð mikil og góð tíðindi í okkar ágætu Reykjavíkurborg! Mér leist mjög vel á það sem forustumenn nýju borgarstjórnarinnar sögðu á blaðamannafundinum við Tjörnina.  Meðal annars sagði Dagur að þetta yrði félagshyggju borgarstjórn sem hefði ekki í huga að selja einstaklingum sameignir þjóðarinnar, sem sé orkuna.  Ef ég skyldi allt rétt sem sagt var þarna, líst mér vel á mannskapinn og stefnu hans í borgarmálum.

MILLINN OG VILLINN

Bjarni Ármanns, mikill milli,metur fyrirtækið dýrtmeðan gamli góði Villigetur ekki hugsað skýrt.  Kveðja,Kristján Hreinsson

GLÆPUR OG REFSING

Í gær sat ég á pöllum borgarstjórnar á sérstökum aukafundi um orkumál þar sem efni fundarins var umræða um sameiningu REI og GGE.  Í stuttu máli sagt varð ég fyrir vonbrigðum með umræðuna sem komst aldrei lengra en inn í andyri völundarhússins.