Athyglisvert viðtal birtist í Fréttablaðinu 6. október síðastliðinn við þá Bjarna Ármannsson, stjórnarformann Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason, forstjóra FL Group, sem jafnframt var stjórnarformaður Geysir Green Energy.
Sannast sagna er ég farinn að trúa því að í samfélaginu sé að verða vakning; að fólk sé að vakna til vitundar um hvað raunverulega hangir á spýtunni þegar einkavæðing orku-auðlindanna er annars vegar.
Sæll Ögmundur.Það er gott að nú hafa gróðaguttarnir gengið fram af þjóðinni. Mætti ég þá minna á að Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason voru lykilmenn í að selja þjóðinni gagnagrunnskonceptið.
Bjarni Ármannsson var ráðinn í stjórn REI án auglýsingar eða umræðu. Haukur Leósson, sem mun vera gamall félagi Vilhjálms borgarstjóra til margra ára, (sem væntanlega skýrir af hverju Haukur dúkkaði upp sem stjórnarformaður OR) hringdi einfaldlega í Bjarna og bauð honum stjórnarformennsku í REI.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík reynir nú að fikra sig út úr þeim ógöngum sem flokkurinn er kominn í vegna hneykslismála sem tengjast einkavæðingaráformum í orkugeiranum.
Ég horfði á Silfur Egils í dag og heyrði síðan fréttir seinna um daginn í sömu stöð. Þar var básúnað það sjónarmið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins að henni hefði fundist of hratt farið í sameiningu Geysis Green og Reykjavík Energy Invest.