MEÐ TÍU MILLJÓNIR Í AUGUNUM
24.11.2013
Íslandsspil og RÚV ohf hafa sameinast um fjölskylduþátt á laugardagskvöldum sem greinilega er hugsaður sem einskonar kennsluþáttur í fjárhættuspili. . Án efa þykir þeim sem kosta þáttinn auk RÚV ohf - og þá horfi ég til þeirra sem standa að Íslandsspilum, Rauða krossinum á Íslandi, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og SÁÁ - sig þarna hafa fundið ráð til að æsa upp auragirndina þannig að þau sem háð eru spilafíkn hlaupi út í næsta spilakassa.