RÁÐHERRA KYNNI SÉR SPURNINGAR SVEINS VALFELLS - OG SVÖR!
14.11.2013
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, sendi Landsvirkjun tóninn í vikunni. Þar á bæ yrðu menn að fara að haska sér til að koma fleiri álverum í gang. . . Sveinn Valfells, eðlisfræðingur, skrifar umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í dag, sem ég vil hvetja iðnaðarráðherra (og reyndar alla) til að lesa, og þá ekki síst hugleiðingar Sveins um „kerskála framtíðarinnar", en grein hans ber einmitt það heiti.