BJARNI, ELÍN OG ERÍKUR
05.07.2014
Bjarni Benediktsson og Elín Ragnheiður Árnadóttir eru yfir sig hrifin að hingað til lands kunni að vera væntanleg enn ein verslunarkeðjan, nefnilega hinn bandaríski Costco hringur sem heimtar leyfi til að selja lyf, brennivín og hrátt kjöt hér á landi.. . Fyrir öllu þessu erum við jákvæð, sagði iðnaðar/viðskipta- og ferðamálaráherrann, Ragnheiður Elín - en leiðrétti sig síðan og sagði að ekki væri rétt að veita einu fyrirtæki sérstakar undanþágur.