Fara í efni

Greinasafn

2014

SLÍTUM STJÓRNMÁLA-SAMSTARFI VIÐ BANDARÍKIN!

Alveg er ég hjartanlega sammála þér að ef slíta á stjórnmálasamstarfi við ríki út af þjóðarmorðinu á Gaza þá á að byrja á Bandaríkjunum sem halda hlífisskildi yfir Ísrael.
MBL- HAUSINN

ÍSLAND ÞÁTTTAKANDI Í NÝJU KÖLDU STRÍÐI?

Birtist í Morgunblaðinu 29.07.14.. Bandaríska vikuritið Time helgar útgáfu sína síðustu viku júlímánaðar þeirri tilgátu að nýtt Kalt stríð sé í uppsiglingu og að þar sé Pútín Rússlandsforseti höfuðsökudólgur.
Barenboim

STJÓRNMÁLASLIT OG BARENEBOIM

Ég er óráðinn í því hvað mér finnst vera rétt að gera varðandi stjórnmálaslit við ofbeldisfullt ríki. Hallast þó gegn því.
MBL- HAUSINN

betra en SMJÖR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27.07.14.. Einhvern veginn verður hið jákvæða við Bandaríkin fyrirferðarmeira en hið neikvæða þegar maður kemur þangað sem gestur.
The Guardian

ER EINKAVÆÐINGARSVINDLIÐ AÐ AFHJÚPAST?

Fyrr í máuðinum birtist í breska stórblaðinu Guardian afar góð grein eftir Seamus Milne um einkavæðingu í Bretlandi og víðar (sjá slóð að neðan).
Haukur R Hauksson

TEKIÐ OFAN FYRIR HAUKI

Haukur R. Hauksson, kennari, skrifar umhugsunarverða og tímabæra grein í Fréttablaðið í dag um Finnafjarðaráform.. Haukur segir í niðurlagi greinar sinnar: „Andmælum yfirgangi og vanmati á landinu.
Fréttabladid haus

ENN EKKI BÚIÐ AÐ SLÁTRA ÍBÚÐALÁNASJÓÐI

Birtist í Fréttablaðinu 21.07.14.. Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum.  Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins.   . . Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari.
Sandur - auðn

EN EF VIÐ LOSUÐUM OKKUR VIÐ ALMANNATRYGGINGAR?

Hæstaréttarlögmaður, Daniel Isebarn Ágústsson,  hefur fundið það út að ríkið geti sparað mikla peninga með því að aftengja ríkissjóð og Íbúðalánasjóð, þannig að engin ábyrgð falli nokkru sinni á ríkið.
Uri Averny

HVERNIG ER HÆGT AÐ SLÁ Á HATRIÐ?

Villimennskan á Gaza er meiri en orð fá lýst. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krefst vopnahlés. En áfram heldur blóðbaðið og ofbeldið.
Seðlabankinn

LÝÐRÆÐIÐ OG RÁÐNINGAR Í SEÐLABANKA

Þorsteinn Pálsson segir í skrifum sínum í Fréttablaðinu að hann telji Seðlabankann íslenska ekki nægilega sjálfstæðan: „Svo talað sé tæpitungulaust er auðveldara fyrir sjálfstæðan seðlabanka en stjórnmálamenn að taka ákvarðanir sem eru til skamms tíma óvinsælar en nauðsynlegar.