ÁTVR ÞJÓNAR SKATTGREIÐENDUM OG NEYTENDUM
20.07.2014
Birtist í Morgunblaðinu 19.07.14.. Þingmenn hafa boðað frumvarp um breytt fyrirkomulag á áfengissölunni. Hún verði flutt inn í matvöruverslanir en áfengisverslun ríkisins, ÁTVR, látin lönd og leið enda sé hún hluti af gömlum og úreltum tíma.