09.07.2014
Ögmundur Jónasson
Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins: Íslendingar verða að láta í sér heyra, segir Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, í hvatningargrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.. Hann segir þar ennfremur að það skjóti skökku við að Umhverfisstofnun ætli sér að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu.