Ég vona að þið klárið þetta ÁTVR mál á Alþingi í eitt skipti fyrir öll. Þetta rugl er búið að voma yfir lengi; verið þráhyggjumál nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins og nú eru þeir búnir að fá Bjarta framtíð og Pírata með sér.
Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin er látin komast upp með að eyðileggja húsnæðiskerfið án þess að verkalýðshreyfing eða stjórnarandstaða andæfi að einhverju marki? Einhvern tímann hefðu menn risið upp og hreinlega komið í veg fyrir þetta.
Þá er þetta komið. Takk fyrir þessa skýringu á lögregluskýrslunum hér á síðunni. Þá vitum við að skýrslan, sem aðallega hefur verið vitnað í ætti að vera kennd við Jón Bjartmarz yfirlögregluþjón hjá embætti Ríkislögreglustjóra en ekki við þig! Hún fjallar um mat lögreglunnar sjálfrar á eigin stöðu. . Svo er Ögmundarskýrslan, sem mætti kalla svo, þverpólitísk vinna um uppbyggingu lögreglunnar.
2010 komu vopna- og verjukaup ríkslögreglustjóra til áberandi samfélagsumræðu, þótt núverandi utanríkisráðherra reki ekki nú minni til þess. Strax þegar til efnhagshruns dró haustið 2008 voru á kontór ríkislögreglustjóra lögð drög að stórinnkaupum á gasi og öðrum útbúnaði til að mæta óánægðum almenningi, ef hann flykktist til andmælafunda.
Birtist í DV 24.10.14.. Þegar ég steig fyrst inn á vettvang Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, þar sem ég síðar átti eftir að gegna formennsku á þriðja áratug, kynntist ég mörgum mætum lögreglumönnum.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráherra, er fundvís á leiðir til að láta gott af sér leiða. Hann hefur greinlega fylgst með umræðunni um "skýrslu Ögmundar"sem Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra kallar svo, en það var stöðuskýrlsa um löggæsluna sem gerð var á árinu 2012.
Yfirlýsing vegna vopnakaupa lögreglunnar. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur gengið fram fyrir skjöldu, fyrir hönd ráðherra og ríkislögreglustjóra, í fjölmiðlum til að réttlæta ákvarðanir um að koma hríðskotabyssum fyrir í almennum lögreglubílum.. . Skýring hans er sú að engin eðlisbreyting á vopnaburði lögreglumanna eigi sér stað með þessu.