Fara í efni

Greinasafn

2015

BELJA 4

EINSOG BELJUR Á VORI

Varla man ég eftir eins sérstakri stemningu í Alþingishúsinu og þar ríkir þessa dagana. Umræðuefnið á þeim bænum er rammaáætlun um vernd og orkunýtingu.

ÁHUGAVERÐ GREIN

Sæll Ögmundur. Jón H. Guðmundsson skrifar grein um sjúklinga og heilbrigðiskerfið í Mbl í dag.Ég held að sú grein geti orðið áhugaverð fyrir marga.

VILL HEILBRIGÐISSTÉTTIR UNDIR KJARADÓM

Sæll á ný Ögmundur. Systursonur móður minnar er um þessar mundir fastur á sjúkrahúsinu á Norðfirði og er búinn að fá áfall skilst mér, en hann er með meðfæddan hjartagalla.

HVATT TIL UMRÆÐU UM VERKFALL HEILBRIGÐISSTÉTTA

Sæll Ögmundur. Hefur eitthvað verið skrifað um verkfall heilbrigðisstéttanna á þinni heimasíðu? . Með bestu kveðju,. Stefán Einarsson. . Sæll Stefán.. Margoft hefur verið skrifað um kjaramál heilbrigðisstarfsfólks á þessari heimasíðu, bæði af minni hálfu og annarra.
MBL- HAUSINN

FISKABÚRIÐ Í SUNDLAUG VESTURBÆJAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09./10.05.15.. Mér er sagt að þegar Sundlaug Vesturbæjar í Reykjavík var reist upp úr miðri síðustu öld þá hafi frumkvæðið komið frá Framfarafélagi Vesturbæjar.
DV - LÓGÓ

FRÆNKAN

Birtist í DV 09.05.15.. Jón Kalman Stefánsson er góður rithöfundur. Þess vegna staðnæmdist ég við grein sem hann skrifaði í vefritið Kjarnann í vikunni og að sjálfsögðu dró það ekki úr áhuga mínum þegar ég sá að umfjöllunarefnið var það sem rithöfundurinn kallar "Ögmundar-syndrómið".
Fjölbraut Ármúla

TIL HAMINGJU ÁRMÚLASKÓLI !

Á tímum sem í stöðugt ríkari mæli einkennast af skoðanalogndeyðu virðist kennara í Ármúlaskóla hafa tekist að efna til alvöru umræðu um hugmyndafræðielgar átakalínur.
XB - XD

BURT MEÐ FLOKKSPÓLITÍSKAR SKJALDBORGIR

Í gær fór fram umræða á Alþingi um Lekamálið, svonefnda og hefur Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis þar með lokið afskiptum af því máli.
Ogmundi og Israeli

ÞEIR VERÐA Í LISTAHÁSKÓLANUM Á FÖSTUDAG KLUKKAN 20!

Midnight Sun Guitar Festival er gítarhátíð sem haldin hefur verið undanfarin tvö ár í Reykjavík. Ef vel tekst til að þessu sinni - einsog undanfarin ár - þá standa vonir til að þetta geti orðið að árlegum viðburði í menningarlífinu.. . Það eru tveir ungir klassískir gítarleikarar Ögmundur Þór Jóhannesson og Svanur Vilbergsson,sem standa að hátíðinni sem að þessu sinni samanstendur af þrennum tónleikum en síðustu tónleikarnir eru gala tónleikar með listamönnum og nemendum sem tengjast hátíðinni.

BARN SÍNS TÍMA?

Sæll Ögmundur.. Ég vildi vita hvort þessar verkfallsaðgerðir séu ábyrgar í þínum huga? Fari svo að verkfallshrina hefjist, er réttlætanlegt að taka mikilvægar stofnanir eins og heilbrigðisstofnanir og ferðaþjónustu í gíslingu með þessum hætti? Er ekki þörf á einhverri samfélagslegri ábyrgð þar sem menn hugsa aðeins lengra en eigið skinn? Ég hugsa að samfélagslegt tap hljóti að hlaupa á milljörðum sem kemur til af verkföllum.