03.05.2015
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur.. Ég vildi vita hvort þessar verkfallsaðgerðir séu ábyrgar í þínum huga? Fari svo að verkfallshrina hefjist, er réttlætanlegt að taka mikilvægar stofnanir eins og heilbrigðisstofnanir og ferðaþjónustu í gíslingu með þessum hætti? Er ekki þörf á einhverri samfélagslegri ábyrgð þar sem menn hugsa aðeins lengra en eigið skinn? Ég hugsa að samfélagslegt tap hljóti að hlaupa á milljörðum sem kemur til af verkföllum.