Fara í efni

Greinasafn

2019

SJÁUMST Á AUSTURVELLI KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

SJÁUMST Á AUSTURVELLI KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

Ef til vill verða bara þau sex að mótmæla Orkupakka 3 á Austurvelli klukkan tvö á morgun. Þó held ég ekki. Ég held það verði fleiri. Ef þau koma öll sem eru á þessari mynd ásamt þeim tugum, ef ekki hundruðum, sem komu saman á sama stað á fimmtudag klukkan fimm þá losa mótmælendur einhverja tugi jafnel hundruð á morgun. Svo verður að minnsta kosti einn til viðbótar. Ég veit það því sá er ég. Ég ætla nefnilega að mæta. Ég hef heyrt að Ómar Ragnarsson komi líka og Erpur og kannski líka ... þú? Endilega: Austurvöllur laugardagur klukkan tvö.

HVERS VEGNA UMPÓLAÐIST VG?

Ég er hrygg og döpur yfir því hvernig VG hefur umpólast í orkumálunum. Flokkurinn barðist gegn markaðsvæðingu orkunnar en var einangraður, nánst einn á báti, en nú þegar ná mætti breiðari samstöðu og flokkurinn auk þess í ríkisstjórn þá fylkir hann sér undir merki markaðsvæðingarsinna og talar meira að segja ákaft fyrir málinu. Svo lærir lengi sem lifir! Sunna Sara

SKIPTIR VG UM NAFN?

Mér finnst ágæt hugmyndin sem nefnd er í grein þinni um hvernig þú myndir einkavæða raforkuna varðandi nafnabreytingu á Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Það væri markvissara og betur lýsandi að stytta nafnið þannig að flokkurinn héti einfaldlega  Hreyfingin framboð . Skammstöfunin yrði ekki síður upplýsandi. Ég hef til þessa alltaf stutt VG en nú er mér öllum lokið og spyr hvað er til ráða? Jóhannes Gr. Jónsson 

ÚTFARARSTOFUR SEGJA AUKNAR LÍFSLÍKUR ÁFALL

Öldrun rjúfa ættum vér, endar lífsins strengur. Því útfarirnar eiga sér, enga framtíð lengur. ... Kári

ÞINGMAÐURINN OG FJÖLSKYLDU-KVÓTINN

Helvítis frekjan herjar á Jón hann reglurnar vill brjóta. Fjölskyldan sér fjárhagslegt tjón og heimtar grásleppukvóta.  Höf. Pétur Hraunfjörð.

EKKI LJÓST HVAÐ EIGI AÐ UPPLÝSA

Sæll Ögmundur. Ég rakst á eftirfarandi athugasemd við pistil um 3. orkupakkann, frá einhverjum sem nefnir sig Húsara, á flandri mínu um netheima, þar sem spurt er góðra og gildra spurninga og þar sem ég tel að þú sem innanríkisráðherra helferðarstjórnarinnar ættir að geta svarað þeim ... og ættir að svara þeim, þá sendi ég þér athugasemdina, með óskum um svör frá þér: "Það væri fróðlegt að vita hvaða nauðir rekur íslensk stjórnvöld til að reka trippin svo rösklega; leitun á öðru eins niðurbroti þeirra í nokkru máli. Hversu oft höfum við ekki séð þessa gjá milli ... Jón Jón Jónsson
ER ALÞINGI AÐ VERÐA ÓNÆMT FYRIR ÞJÓÐINNI?

ER ALÞINGI AÐ VERÐA ÓNÆMT FYRIR ÞJÓÐINNI?

Í gærkvöldi hlustaði ég á umræðu á Alþingi um orkumálin. Ég hætti að hlusta um miðnættið þegar forseti hafði lýst því yfir að þingfundi yrði senn slitið – aðeins örfáar ræður enn. Við þetta var ekki staðið og umræðan keyrð áfram alla nóttina. Varð mér hugsað til fyrri tíma. Það geri ég líka þegar ég heyri umræðuna kallaða málþóf. En hvað skyldu menn vilja kalla það þegar stjórnendur þingsins standa ekki við gefin fyrirheit? Sitthvað sérkennilegt var sagt við þessa umærðu. Þar á meðal voru ræðuhöld um harðstjórn, nasisma og fasima. Ég saknaði þess að ...
HVERNIG ÉG MYNDI EINKAVÆÐA RAFORKUKERFIÐ

HVERNIG ÉG MYNDI EINKAVÆÐA RAFORKUKERFIÐ

Birtist í Morgunblaðinu 15.05.19. ...  Þetta er ekki frum­leg hugs­un af minni hálfu því ná­kvæm­lega þess­um ráðum hef­ur Evr­ópu­sam­bandið og svo, því miður, rík­is­stjórn Íslands fylgt. Þetta verður auglóst þegar fram­vind­an er gaum­gæfð. Þar kem­ur ekk­ert á óvart nema að ekki hefði ég trúað því að óreyndu að Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð væri kom­in á þann stað sem hún er nú! Menn hljóta að spyrja hvort til standi að breyta nafn­inu í Hreyf­ing­in, fram­boð? Þá þyrfti líka að breyta skamm­stöf­un­inni á heiti flokks­ins til sam­ræm­is ...
FUNDAÐ Í STRASSBORG UM FEBRÚARHEIMSÓKN TIL TYRKLANDS

FUNDAÐ Í STRASSBORG UM FEBRÚARHEIMSÓKN TIL TYRKLANDS

... Í vikunni fór ég til Strasborgar ásamt einum öðrum þáttakanda úr Imrali sendinefndinni og áttum við fundi með fulltrúum framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Thorbjörns Jaglands og síðan fulltrúum CPT nefndarinnar sem hefur með höndum að sinna eftirliti með því að ýmis grundvallaratriði séu virt í fangerlsum, svo sem aðgangur að lögmönnum. Enda þótt ég færi til Strassborgar í umboði Imrali sendinefnadarinnar fór ég til Strassborgar á eigin vegum og ekki kostaður af neinum. Hér er frásögn af framangreindum fundum okkar Connors Hayes í vikunni Strassborg ...

ÞJÓÐIN MÍN ER SKYNSÖM

... Alþingismenn upp til hópa, allir nema þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins, segja okkur að leiða beri pakkann í lög. Þeir ætla bersýnilega ekkert að sinna þjóðarviljanum í þessu máli. Katrín ræðir málið við norsku Ernu Solberg og pöntuð er sameiginileg yfirlýsing með EFTA-ríkjunum tveimur um að pakkinn skerði ekki fullveldi þeirra. Norska þingið samþykkti einmitt pakkann í fyrra í grófu trássi við vilja þjóðarinnar. Allir sérfræðingarnir sem RÚV og Fréttablaðið vitna í, allir, segja að pakkinn hafi lágmarksáhrif, en afar brýnt sé að samþykkja hann. Svo er pantaður úrskurður frá forseta EFTA-dómstólsins ...