SJÁUMST Á AUSTURVELLI KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG
17.05.2019
Ef til vill verða bara þau sex að mótmæla Orkupakka 3 á Austurvelli klukkan tvö á morgun. Þó held ég ekki. Ég held það verði fleiri. Ef þau koma öll sem eru á þessari mynd ásamt þeim tugum, ef ekki hundruðum, sem komu saman á sama stað á fimmtudag klukkan fimm þá losa mótmælendur einhverja tugi jafnel hundruð á morgun. Svo verður að minnsta kosti einn til viðbótar. Ég veit það því sá er ég. Ég ætla nefnilega að mæta. Ég hef heyrt að Ómar Ragnarsson komi líka og Erpur og kannski líka ... þú? Endilega: Austurvöllur laugardagur klukkan tvö.