AÐ ÖSKRA Í HLJÓÐI!
29.04.2019
Ég er ein af þeim sem ekki treystir lengur neinum þeirra stjórnmálaflokka sem nú eru við völd og neita að kjósa „skásta kostinn“ í næstu alþingiskosningum. En ég vil heldur ekki gefa atkvæði mitt því ég veit hvað það getur þýtt. Ég auglýsi því eftir því fólki (eldri körlum! og kerlingum!, ungu og gömlu fólki sem gerir sér grein fyrir að við erum nú þegar á fullri ferð með að tapa sjálfstæði þjóðarinnar!) sem er tilbúið að fórna sér (því það á að vera og verður að vera vilji til fórnar því málið er alvarlegt) í baráttu fyrir okkur hin sem ekki höfum burði til að standa upp og öskra, heldur horfum á, öskrandi hljóðlaust með okkur sjálfum. Halldóra