Fara í efni

Greinasafn

2019

AÐ ÖSKRA Í HLJÓÐI!

Ég er ein af þeim sem ekki treystir lengur neinum þeirra stjórnmálaflokka sem nú eru við völd og neita að kjósa „skásta kostinn“ í næstu alþingiskosningum. En ég vil heldur ekki gefa atkvæði mitt því ég veit hvað það getur þýtt. Ég auglýsi því eftir því fólki (eldri körlum! og kerlingum!, ungu og gömlu fólki sem gerir sér grein fyrir að við erum nú þegar á fullri ferð með að tapa sjálfstæði þjóðarinnar!) sem er tilbúið að fórna sér (því það á að vera og verður að vera vilji til fórnar því málið er alvarlegt) í baráttu fyrir okkur hin sem ekki höfum burði til að standa upp og öskra, heldur horfum á, öskrandi hljóðlaust með okkur sjálfum. Halldóra

GÆSLAN TIL FYRIRMYNDAR EN SÍÐUR BOÐVALD BRASKARA YFIR ALÞINGI

Held að megi segja happafengur, heiðursmanninn þann ég tel. Georg sýnist vera góður drengur, gæslunni hann stjórnar vel. Braskaranna boð er vald, brotinn tæpur friður. Alþingis er undanhald, orkupakkann styður... Kári
KOLEFNISSPOR Í FINNAFIRÐI?

KOLEFNISSPOR Í FINNAFIRÐI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.04.19. Ég veit að það er ekki til vinsælda fallið og þá allra síst á fjölmiðlunum að líkja þeim við dauðyfli. En hvað á að kalla þá fjölmiðla sem hafa ekki kafað í þessi Finnafjarðaráform? Sveitarstjórnir nyrðra – í Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð - segja að ekki sé hægt að horfa fram hjá “atvinnutækifærinu” sem felist í því að gera Finnafjörð að stórskipahöfn, sjálfri siglingamiðstöð norðurhvels jarðarkringlunnar. Hvorki meira né minna! ...

GELDING STJÓRNMÁLANNA OG TVÍSKIPT ELÍTA

Í orkupökkunum er fjórfrelsi ESB innleitt í íslenska orkugeirann og þær reglur ýta til hliðar íslenskri orkulöggjöf. Í lögum sem afnema frystiskyldu á hráu kjöti er fjórfrelsið líka innleitt og ýtir til hliðar íslenskum fyrirvörum og íslenskri matvælalöggjöf. Íslenska stjórnmálastéttin er sameinuð um þetta að undanateknum Miðflokknum (og Flokki fólksins í orkupakkamáli). Í utanríkismálum undafarin ár hefur íslenska stjórnmálastéttin verið algerlega sameinuð í einni blokk: í refsiaðgerðum BNA og ESB gegn Rússum, flugskeytaárásum BNA & co á Damaskus, NATO-æfingunni Trident Juncture á Íslandi ...

BJÁNI LEIÐIR BLINDAN

Bjánar leiða blinda hér elítan bíður rakkann Meirihlutinn miljónir sér  og velur orkupakkann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

Í HVERS UMBOÐI?

Bandarískir verðir halda uppi eftirliti á íslandi! Í krafti hvaða laga er þetta gert? Hafa íslensk stjórnvöld samþykkt þetta og þá hvenær og hvernig? ...  Magni
BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

Fréttablaðið greindi frá því fyrir fáeinum dögum að ASÍ og BSRB leggist gegn frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið. Frumvarpið er þrengjandi. Þrengir að launafólki og þeirri viðleitni að halda alla vega nokkrum andartökum á árinu þar sem fjölskyldur geta verið saman án þess að einhverjir séu að vinna. Eins og alltaf eru einhver sem þurfa að vinna, einfaldlega vegna þess að þau gegna slíkum störfum að án þeirra gætum við varla verið, heilbrgðisþjónustan og löggæslan eru dæmi þar um og vissulega hefur ferðamennskan fært þessi landamæri út og við því er lítið að gera en framhjá því verður á hinn bóginn ekki horft að  ...
FRÆÐANDI DÆMI FRÁ FRAKKLANDI: FYRST ER MARKAÐSVÆTT SVO ER EINKAVÆTT

FRÆÐANDI DÆMI FRÁ FRAKKLANDI: FYRST ER MARKAÐSVÆTT SVO ER EINKAVÆTT

Markaðsvæðing kallast það þegar reksrarformum er breytt þannig að þau lúti lögmálum framboðs og eftirspurnar í stað þess að samfélagsleg markmið séu höfð að leiðarljósi KJÓSI MENN SVO. Hvers vegna í hástöfum,   KJÓSI MENN SVO?  Vegna þess að opinberan rekstur má hæglega láta haga sér á markaðsvísu standi hugur til þess. Hafi hins vegar regksrtarformum verið breytt, starfsemin færð í form einkafyrirtækja eða hlutfélaga, þá eru þau jafnframt ...

ESB ÞRÝSTIR Á FRAKKA AÐ SELJA ARÐBÆRAR VATNSAFLSVIRKJANIR

Í franska sjónvarpinu í gær (áður en eldurinn í Notre Dame breiddist út) horfði ég á umræðuþátt þar sem gestir, pólítkusar, voru að bollaleggja um hvað Macron Frakklandsforseti myndi segja í ræðu sinni klukkan 20 um kvöldið (sem síðar var aflýst vegna brunans) og átti að vera svar við mótmælum Gulu vestanna,  ráðstafanir til þess að koma til móts við kröfur þeirra og útkomu "Le Grand Débat".  Einn gesta þáttarins sagði að Evrópusambandið væri að neyða Frakka til þess að selja vatnsaflsvirkjarnir einkaaðilum. Þótt þær skiluðu hagnaði  ...

FULLVELDIÐ Á VINSTRI VÆNGNUM

Umræðan um orkupakkann ólgar og sýður. Hugtakið FULLVELDI kemur þar í sífellu upp. Svo mjög að segja má að umræðan um orkupakkann birti um leið afstöðu viðkomandi til fullveldisins. Orkupakkinn er ágætis hnotskurn! Um afstöðu ólíkra hópa til fullveldisins má segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“. Annars vegar eru þeir sem tala um „orkuna okkar“ og vilja verja „fullveldið í orkumálum“ og hins vegar þeir sem segja ýmist að orkan sé bara eðlileg vara eins og fiskur og ferðamenn eða þá að málið snúist „einkum um náttúruvernd og neytendavernd í orkumálum“. Við fullyrðingu þeirra fyrrnefndu um fullveldisframsal er algengasta svar hinna síðarnefndu ...