Fara í efni

Greinasafn

September 2020

STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu].  Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða   ...
LANDINN UM LAND ALLT

LANDINN UM LAND ALLT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.09.20. Fjölskylda með ung börn fer hringinn. Gistir hér og gistir þar, ekið inn í bæi og þorp, sveitir þræddar, firðir, fjöll og fossar skoðaðir, söfnin heimsótt; rætt um mannlífið í þaula. Í stuttu máli: Íslands notið í botn. Þannig var sumarfrí þorra landsmanna að þessu sinni af ástæðum sem við öll þekkjum.  Breiðafjarðarferjan leggst að bryggju á Brjánslæk. “Hér fæddust þríburar, þeir einu á Vestjörðum,” kvað tíu ára stúlka upp úr með og hingað kom Hrafna-Flóki. “Hvernig veistu það?”  ...

MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin  America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity,   er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...
HERFILEG MISTÖK

HERFILEG MISTÖK

Fyrir fáeinum dögum hélt forseti Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands, suður til Istanbúl, Miklagarðs, sem áður hét, til að láta tyrkneska mannréttindabrjóta næla á sig heiðursmedalíu. Ég hef verið í talsvert miklum samskiptum við tyrknesk mannréttindasamtök og þá sérstakelga þau sem komið hafa að málum Kúrda sem hafa sætt grófum mannréttindabrotum, ofsóknum svo hrikalegum að orð fá þeim varla lýst.  Þessu hef ég ...

DANSKAR UPPLÝSINGAR UM NETÓGNIR

Fréttir RÚV 3. september greindu frá óundirbúnum fyrirspurnum til utanríkisráðherra á Alþingi. Þar kom fram: „Hneykslismál sem umlykur dönsku leyniþjónustuna snertir Íslendinga með beinum hætti sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og vísaði til þess að leyniþjónusta danska hersins veitti bandarísku leyniþjónustunni aðgang að ljósleiðurum ...

RUGLIÐ Í GENGINU OG VAXTAPÓLITÍKINNI

... Í framhaldi af þessu datt mér í hug, hvort ekki væri hagkvæmara að bankinn lækkaði útlánavexti sína og hætti að greiða arð til Bjarna í ríkissjóð, því það myndi skila sér í auknum almennum viðskiptum og þar með tekjum af virðisaukaskatti, því ekki er prósentu talan þar svo lítil. Að minnsta kosti til muna hærri en ég hef kynnst í ...

LAXÁRLÝÐRÆÐI, UPPRUNAFÖLSUN OG FLEIRA

Alþingisspillingin umfangsmest, allmargir stíga ekki í vitið. Í Laxánni virkaði lýðræðið best, lausnin var dýnamitið. Með almannasjóðina ætla að valsa, auðlindum stolið og rænt. Erlendis ræturnar uppruna falsa, með íslenskri vottun um grænt. ... Kári

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ... Jóhannes Gr. Jónsson

TRÚIN OG FJÖLLIN

...  Öðru gegnir þó um ýmsa áður veitula lánadrottna BakkiSilicon hf, sem sitja í súpu vegna ófara þess. Meðal stærstu eru ísl.lífeyrissjóðir. Best henta sem minnstar pælingar i Bakkdæminu stóra, ef marka má hérlend viðbrögð stöðu þess nú. Nýleg pest tekur athygli, en hún er líka nýtt sem fölsk skýring á óförum á Bakka, sem hófust strax 2018. Stóriðjuframtak, sem virðist hrunið, er vonbrigðaefni áður trúgjörnum á það. Ásett þöggun um Bakkastrand PCC er þó skrítin ...
DAGBÓKARÞANKAR TIL (ANDLEGRAR) MELTINGAR

DAGBÓKARÞANKAR TIL (ANDLEGRAR) MELTINGAR

Skyldi Covid hafa breytt einhverju? Sennilega myndum við ekki vilja flytja inn leðurblökukjöt frá Wuhan? Þangað erum við þó komin. Sennilega. En næði það lengra en til leðurblökunnar ef samtök verslunar og EES vildu annað? Ég efast um það. Sjáum til hvað hin gera? Líklega verður þaning spurt. Það er vinnuregla hjarðarinnar:   Ef allir eru að gera það, þá ...