Fara í efni

Greinasafn

2024

STRÍÐ EÐA FRIÐUR

... Væntingar af hagnaði af vopnasölu aukast og enginn þarf að taka ábyrgð á eyðileggingunni og þeirri mergð mannslífa, manna, kvenna og barna, sem liggja í valnum eða á sundurtættum búsvæðum ...
GUNNLAUGUR STEFÁNSSON UM BLÓÐHEFNDINA

GUNNLAUGUR STEFÁNSSON UM BLÓÐHEFNDINA

Í byrjun vikunnar birti ég pistil á vísir.is og einnig hér á síðunni sem bar yfirskrift í spurnarformi: Hulda eða Stoltenberg? Þar velti ég vöngum yfir því hvernig það hafi getað gerst að íslensk stjórnvöld legðust eins eindregið og raun ber vitni á sveif með þeim sem vilja láta vopnin tala í ljósi þess að um áratugaskeið var andinn sá í landinu ...

Frábær pistill

Kæri vinur, Ögmundur, Alveg er þetta frábær pistill, langtum fremur predikun, á visi.is um Huldu og Nato Stoltenberg. Mér hefur verið hugleikið þessa dagana, ekki síst í ljósi þess að nú er fórnarkostnaðurinn í stríðinu í Úkraníu að nálgast milljón mannslíf, heimsins valdamenn keppast við að láta drepa fleiri og telja tilræði við sæmdina að biðja um frið ...
HULDA EÐA STOLTENBERG?

HULDA EÐA STOLTENBERG?

... Þegar kemur að afstöðu til grunngilda sem okkur þykja mestu máli skipta – hvernig talað er fyrir okkar hönd út á við og hvað við gerum í reynd, hvort við tökum þátt í hernaði, hvort við kaupum byssukúlur til manndrápa, þá á þjóðin rétt á því að hafa hönd í bagga og taka ekki við hverju sem er. Þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland styddi ...
ÓSAMMÁLA KATRÍNU

ÓSAMMÁLA KATRÍNU

... Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur þráfaldlega minnt á það sjónarmið sitt í samhengi þessar umræðu að okkur séu mikil takmörk sett vegna veru okkar í NATÓ. Á framboðsfundi með Morgunblaðsmönnum á Akureyri sagði hún ...
VAKTI ATHYGLI Á MANNRÉTTINDABROTUM Í TYRKLANDI

VAKTI ATHYGLI Á MANNRÉTTINDABROTUM Í TYRKLANDI

Ástæða er til að vekja á athygli á ákalli Jódísar Skúladóttur alþingismanns til þings og þjóðar um að láta frá sér heyra og mótmæla nýföllnum fangelsisdómum í Tyrklandi yfir mörgu helsta foystufólki Kúrda. Jódís kvaddi sér hljóðs á þingi í síðustu viku og ...
DAVID OG DÓMSMÁLARÁÐHERRANN

DAVID OG DÓMSMÁLARÁÐHERRANN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.05.24. ... Og þegar dómsmálaráðherra segir í sjónvarpsviðtali um fjáröflun félagasamtaka með fjárhættuspilum, að sér komi ekki við hvernig frjáls félög afli tekna, þá má ætla að þar með hafi ráðherrann komist ofarlega í einkunnakladda ...
HERNAÐARHYGGJA LEIDD TIL ÖNDVEGIS - OG ÞÓRDÍS BÆTIR Í

HERNAÐARHYGGJA LEIDD TIL ÖNDVEGIS - OG ÞÓRDÍS BÆTIR Í

... Stjórnmálamenn sem gáfu sig út fyrir að vera talsmenn friðar sneru algerlega við blaðinu í upphafi núverandi stjórnarsamstarfs, opnuðu Ísland fyrir stórfelldri hervæðingu, fóru að kaupa og selja vopn og gera sig gildandi á meðal stríðshauka enda hlotið lof fyrir fylgispekt sína. Allir bjuggust við öllu af hálfu Sjálfstæðisflokks, ýmsu af hálfu Framsóknar en aldrei þessu af hálfu VG ...
LANGTÍMAVÖRUR OG SKAMMTÍMAVÖRUR LANDSVIRKJUNAR

LANGTÍMAVÖRUR OG SKAMMTÍMAVÖRUR LANDSVIRKJUNAR

Það er ekki að spyrja að dugnaði ríkisstjórnarinnar. Búið að opna raforkukauphöll og “raforkumarkaður” að verða að veruleika með milliliðum og öllu tilheyrandi. Landsvirkjun að verða uppáklædd, fyrst til þess að selja sjálfa sig - það sem hún hefur að bjóða - og síðan að verða seld. Formúlan er ...
ÓLÖGLEGIR ÁFENGISSALAR SÆKJA Á UNGLINGA Í SKJÓLI STJÓRNVALDA

ÓLÖGLEGIR ÁFENGISSALAR SÆKJA Á UNGLINGA Í SKJÓLI STJÓRNVALDA

Í mjög athyglisverðri grein eftir Árna Guðmundsson, félagsuppeldisfræðing og sérfræðing í æskulýðsmálum, á vefmiðlinum vísi.is, kemur fram að ógnvænleg þróun sé að eiga sér stað í áfengisneyslu ungmenna. Hún aukist hröðum skrefum og það sem alvarlegt hlýtur að teljast, ólöglegir áfengissalar gerist sífellt ágengari gagnvart börnum og unglingum ...