04.03.2019
Ögmundur Jónasson
Ég hvet alla, hvar í flokki sem þeir standa, að lesa viðtal við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem birtist á mbl.is í lok síðustu viku. Í fyrsta lagi segir hún að ríkisstjórnin hafi samþykkt að skattgreiðendur kaupi Landsnet af eigendum Landsnets sem að uppistöðu eru skattgreiðendur sjálfir. Hér er því um það að ræða að taka peninga úr einum vasa okkar til að setja annan. Hér hangir sitthvað á spýtunni sem snýr að einkavæðingu raforkugeirans. En svo það fari ekki á milli mála þá á ...