Ég skal játa að heldur kom mér á óvart að menn skyldu ekki sýna meiri lipurð í samningaviðræðum um framhald á R-listasamstarfinu en raun ber vitni og beini ég sjónum mínum þar einkum að Samfylkingunni.
Seinni partinn í júlí birtist umhugsunarverð grein í Morgunblaðinu eftir séra Gunnþór Ingason, sóknarprest í Hafnarfirði en hann er jafnframt umsjónarmaður Krýsuvíkurkirkju fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands.
Ekki er alltaf hlaupið að því að vita hvenær Gunnar Smári Egilsson, æðstráðandi 365 daga fjölmiðlasamsteypunnar, er að grínast og hvenær honum er alvara.
Í dag, hinn 6. ágúst, eru liðin 60 ár frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima, sem leiddi til dauða og tortímingar án nokkurra fordæma.
Stundum tala menn eins og auglýsingar séu í eðli sínu slæmar. Það er fráleit alhæfing. Allt er undir því komið hvernig þær eru úr garði gerðar, hvort þær eru upplýsandi og gefa rétt skilaboð um vöru og þjónustu eða annað sem auglýst er, eða eru eintómt glamur og byggja jafnvel á ósannindum.
Tímaritið Frjáls Verslun birtir jafnan langan lista yfrir ætlaðar tekjur ýmissa starfshópa í þjóðfélaginu. Tímaritið á mikið lof skilið fyrir þetta framtak.