Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Mars 2025

Á ALLT ERINDI Í FJÖLMIÐLA?

Á ALLT ERINDI Í FJÖLMIÐLA?

... Ég lagði það á mig að hlusta að nýju á fréttir Ríkisútvarpsins um málefni brott rekna ráðherrans, var að velta því fyrir mér hvort umfjöllunin myndi eldast vel, að ég hefði hreinlega misskilið eitthvað. Nei, svo virðist mér ekki hafa verið. Reyndar finnst mér málið enn verra en í upphafi. Ósatt var sagt um ...
AÐ ÞORA AÐ VELJA FRIÐINN

AÐ ÞORA AÐ VELJA FRIÐINN

Birtist i helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.03.25. ... Samkoman var litrík, fánar blöktu og veifur á lofti, hópar stigu dansa og vígreifir ungir Kúrdar fóru mikinn í hrópum og köllum En þótt gleði og baráttuandi væri alls ráðandi þótti mér loft lævi blandið ... (English translation) ...
ÁKALL UM AÐ STYÐJA FRIÐARUMLEITANIR KÚRDA

ÁKALL UM AÐ STYÐJA FRIÐARUMLEITANIR KÚRDA

Konurnar þrjár á myndinni hér að ofan voru í síðasta panelnum á tveggja daga ráðstefnu sem sat í vikunni í Brussel um málefni Kúrda og almennt um stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs ... Í lok ráðstefnunnar var efnt til fundar með fréttamönnum þar sem lesin var upp áskorun um að taka undir með friðarumleitunum Kúrda ... (declaration in English) ...
FUNDAÐ UM ÞÖGLA GLÆPI Í ROJAVA

FUNDAÐ UM ÞÖGLA GLÆPI Í ROJAVA

... Saksóknurunum, lögmönnunum Jan Fermon og Ceren Uysal mæltist vel. „Við getum ekki framfylgt þessum dómi. Við höfum ekki lögregluvald. Þetta er dómstóll almannavaldsins. Barátta almennings getur ein fylgt dómum okkar eftir með umræðu, með skrifum með fundum, hvar sem því verði komið við.“ Ég tók þau á orðinu og sæmmæltumst við um ...
ÉG VIL BERA AF MÉR SAKIR

ÉG VIL BERA AF MÉR SAKIR

Fróðlegt hefur verið í dag að fylgjast með umræðu í fjölmiðlum um nýtilkomna afsögn menntamálaráðherra. Fróðlegt, aðallega vegna þess hvernig sjá hefur mátt inn í iður stjórnmála og fjölmiðla landsins. Ekki hefur mér sýnst þar vera sérlega frýnilegt um að litast. Ekki hefur heldur verið eftir miklu að slægjast í umræðu um þetta ”risastóra fréttamál” sem fólk vilji ”auðvitað heyra sem mest af”, svo vitnað sé í ...
EYÐILEGGJANDI EINELTI FYRIR ÞOLENDUR OG GERENDUR

EYÐILEGGJANDI EINELTI FYRIR ÞOLENDUR OG GERENDUR

... Eitt er umhugsunarvert í þessu máli og það er að svo virðist sem Ríkisútvarpið og Morgunblaðið hafa náð bærilega saman eftir erjur síðustu ára. Verður vart á milli séð hvor miðillinn gengur harðar fram í að gæða sér á óförum ráðherra og ríkisstjórnar vegna þessa máls og er eitthvað um það að miðlarnir vitni hvor í annan. Í það minnsta vitnar Moggi í RÚV með velþóknun. Er það nokkur nýlunda en þá ber að hafa í huga að mikið liggur við ...
BÓKUN 35 VERÐSKULDAR UMRÆÐU UTAN ÞINGS OG INNAN

BÓKUN 35 VERÐSKULDAR UMRÆÐU UTAN ÞINGS OG INNAN

... Markmið samningamanna Íslands árið 1993 var að varðveita fullveldi Íslands að því mrki sem þeir töldu gerlegt að vel athuguðu máli. Bókum 35 endurspeglar þá viðleitni að einhveju marki þótt hún hefði þurft að vera miklu afdráttarlausari. En enn skal kropið eða ...?   ...
FRANCESCA ALBANESE Í ÓSANNGJÖRNU EN UPPLÝSANDI VIÐTALI

FRANCESCA ALBANESE Í ÓSANNGJÖRNU EN UPPLÝSANDI VIÐTALI

... Í Oslóarferð Fransescu Albanese tók norska ríkissjónvarpið viðtal við hana á vægast sagt árásargjörnum nótum. Hún hefur staðið í brúnni á erfiðustu mannréttindavakt sem hægt er að hugsa sér, en er skyndilega mætt til að réttlæta að hún akuli voga sér að gagnrýna þjóðarmorð! En viðtalið er upplýsandi ...
KAFKA Á ALÞINGI

KAFKA Á ALÞINGI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.03.25. Ekki er svo að skilja að Franz Kafka hafi tekið sæti á Alþingi, enda búinn að hvíla í gröf sinni suður í Prag í 101 ár. En bækur þessa merka rithöfundar lifa enn góðu lífi. Ekki síst Réttarhöldin, Der Prozess, sem kom út að Kafka látnum árið 1925. Margir þekkja til þeirrar bókar jafnvel þótt þeir hafi ekki lesið í henni stafkrók. Það er vegna þess að ...
SVONA HAFÐI HÁSKÓLINN FÉ AF SJÚKUM MANNI Á TVEIMUR SÓLARHRINGUM

SVONA HAFÐI HÁSKÓLINN FÉ AF SJÚKUM MANNI Á TVEIMUR SÓLARHRINGUM

Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum ...