Fara í efni

Greinasafn

2005

JÓN ÁSGEIR OPNAR GLUGGANN

Á Morgunvakt RÚV hefur verið opnað á nýjung sem ég kann að meta. Það er umfjöllun hins ágæta fréttamanns Jóns Ásgeirs Sigurðssonar um skrif álitsgjafa í erlendum fjölmiðlum.

UM FJÖLMIÐLA OG SPUNAKERLINGAR

Tvö lesendabréf bárust síðunni eftir sjónvarpsfréttir í gærkvöldi. Í báðum tilvikum voru bréfritarar furðu lostnir yfir framgöngu ríkisstjórnarinnar og ekki síður fjölmiðla.  Ríkissjónvarpið verður fyrir harðri gagnrýni.

SKYLDI RÍKISSTJÓRNIN SKILJA SJÁLFA SIG?

Ég vil þakka Stefáni fyrir mjög upplýsandi bréf um hlutdeild Íslands í Íraksstríðinu hér á síðunni. Við lestur bréfsins rann upp fyrir mér að sennliega hafi ráðherrarnir tveir DO og HÁ aldrei fyllilega skilið hvað þeir voru að gera nema hvað Halldór hefur sennilega haldið að skuldbinding þeirra félaga hefði átt að leiða til þess að Ísland færi á leynilegan leppríkjalista.

SPURT AÐ GEFNU TILEFNI UM RÚV

Fyrir fáeinum dögum var haft eftir menntamálaráðherra í Morgunblaðinu að til stæði að breyta afnotagjöldum Ríkisútvarpsins „í þá veru” að leggja þau niður og verður ekki sagt að ráðherrann hafi verið mjög skýrmælt.

HVER GEFUR HVERJUM?

Birtist í Morgunpósti VG 14.02.05.Að mörgu leyti hafa undanfarnir dagar verið góðir fyrir peningamenn þessa lands.

"RÍKISSTJÓRNARSJÓNVARPIÐ" TIL BJARGAR HALLDÓRI?

Heill og sæll Ögmundur !Alveg gengur fram af mér að sjá hvernig ríkissjónvarpið, sem greinilega væri réttara að kalla "ríkisstjórnarsjónvarpið", eltir Halldór Ásgrímsson þessa dagana fram og aftur um landið og kemur svo með hallærislegar langlokufréttir á kvöldin þar sem Halldór er yfirleitt ekki að segja nokkurn skapaðan hlut.

ENDURMENNTUN ALÞINGISMANNA

Sæll Ögmundur. Við erum hérna nokkrar vinkonur sem höfum verið að velta því fyrir okkur hvort alþingsmenn og ráðherrar eigi kost á að sækja námskeið eða endurmenntun þann tíma sem þeir eru kjörnir til þingstarfa.

NOKKRAR STAÐREYNDIR UM "GRÍMULAUSA SAMKEPPNI"

Talsmaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja var mættur eina ferðina enn í fjölmiðla nú um helgina til að gagnrýna Íbúðalánasjóð.

“ANNAÐ HVORT ERT ÞÚ KOMMÚNISTI EÐA FÍFL”

Ég var á dögunum að lesa Bítlaávarpið eftir Einar Má. Áður hafði  hann áritað bókina með tilvitnun í frænda sinn Bjössa Spánarfara með orðunum: “Annað hvort ert þú kommúnisti eða fífl” Ég stóðst ekki mátið, fór í bókaskápinn og las enn einu sinni ávarpið.

ÞEIR LJÚGA ENGU VESTRA

Sæll Ögmundur.Það sem átti að verða skýrt reyndist svo loðið og teygjanlegt. Ég á við útskýringar forsætisráðherra á því sem gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Írak.