SKILUÐU AUÐU UM FLUGVÖLLINN
04.06.2014
Birtist í DV 03.06.14.. Sannast sagna þótti mér líklegt að eitt af stóru málunum í nýafstaðinni kosningabaráttu í Reykjavík yrði flugvallarmálið - hvort Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram i Vatnsmýrinni eða hann fluttur á brott þaðan, um langan veg eða skamman, til Keflavíkur eða út í Skerjafjörðinn.. Framsóknarflokkurinni vildi greinilega gera málið að kosningamáli, án sýnilegs árangurs þó, að nokkru leyti Dögun einnig - en fráfarandi stjórnarflokkar í borginni, Samfylkingin og Besti flokkurinn, sem augljóslega verða áfram við völd, auk VG og hugsanlega einnig Pírata, skiluðu nánast auðu.. . Engin afgerandi svör . . . Aðspurð um þetta efni voru þau fámál, greinilega staðráðin í því að láta ekki steyta á málinu.