HELLSIFJÖRÐUR OG HAFRÓ
12.08.2019
Ánægjulegar voru þær fréttir að ríkið hygðist kaupa Hellisfjörð, eyðifjörð á Austfjörðum, inn úr Norðfirði. Þýskur auðkýfingur hafði í hyggju að kaupa fjörðinn á 40 milljónir og nýta til fiskeldis, jafnvel byggja höfn. Það var hins vegar rökrétt að ríkið keypti, m.a. vegna þess að svæðið er á náttúruminjaskrá og í náttúruverndaráætlun 2009-2013 var lagt til að það yrði friðlýst. Svo er hin ástæðan, að koma í veg fyrir að auðmenn klófesti Ísland allt. Ísland allt? Já, Ísland allt; með manni og mús. Þannig er okkur nú sagt ...