Fara í efni

Greinasafn

2019

VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

... Hvert hinna 47 aðildarríkja Evrópuráðsins eiga fulltrúa á nefndinni en á fimm ára fresti heimsækja, fyrir hennar hönd, tveir nenfndarmenn ásamt starfsmönnum Evrópuráðsins sérhvert aðildarríkja Evrópuráðsins. Hinn nefndarmaðurinn var írskur, Michael Farrell að nafni, þekktur mannréttindalögfræðingur í Írlandi en lengi vel hafði hann búið á Norður-Írlandi.  Þetta var fyrsta heimsókn mín fyrir ECRI nefndina en áður hafði ég verið svipaðra erindagjörða í Moldóvu í nokkur skipti fyrir hönd þings Evrópuráðsins ...
ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG

ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG "MIÐSVÆÐIÐ"

„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...

ORKUPAKKI 3 OG GREINING VILMUNDAR GYLFASONAR Á ÍSLENSKA VALDAKERFINU

Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft.  Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...
AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

Í morgun ávapaði ég fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta Menntaskólans í Reykjavík stúdentahópinn sem nú útskrifast. Ég var í góðum félagskap því Páll Bergþórsson ávarpaði fyrir hönd sjötíu og fimm ára stúdenta, eldhress enda ekki langt síðan hann vakti þjóðarathygli fyrir frækið fallhlífarstökk! Alltaf gaman að hlusta á Pál Bergþórsson. Eftirfarandi er mitt ávarp ...

ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

...  En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

ÞINGRÆÐI GEGN ÞJÓÐAR-EFA

Þeir orkupakka leggja lið Þó landsmenn sýni efa Þingmenn leika ljótan sið Því landið vilja gefa. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

Hin langa umræða um markaðsvæðingu raforkunnar á Íslandi er ekki það versta sem hent hefur á Alþingi Íslendinga.  Þvert á móti er margt jákvætt við hana. Hún sver sig í langa hefð um andóf minnihluta á þingi gegn umdeildum lagafrumvörpum þingmeirihluta. Ég nefni ...

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun! Niðurlagsorðin í  ... Jóel A.

EKKI ORÐALAUST

Steðjar að vandi og vá vitleysu eru að landa Orkupakka ei orðalaust fá Evrópu til handa. Höf. Pétur Hraunfjörð.

HVAÐ SKÝRIR STEFNU STJÓRNVALDA UM INNLEIÐINGU ÞRIÐJA ORKUPAKKANS?

Í ljósi þeirrar ofuráherslu sem stjórnarmeirihlutinn leggur á innleiðingu þriðja orkupakkans er mjög knýjandi að finna orsakir þess. Hér verður sett fram eftirfarandi tilgáta. Vinstri-græn leggja á það mikla áherslu að stóriðjan verði smám saman lögð niður en raforkan þess í stað seld í gegnum sæstrengi til Evrópu – sem græn raforka. Hugmyndin er þá sú að Landsvirkjun verði skipt upp, á næstu árum (og byggt á samkeppni í takti við þriðja orkupakkann) reistir verði vindmyllugarðar (í nafni grænnar orkuframleiðslu) og fjöldi smávirkjana reistur ...