
HLÝTUR ÞETTA ÞÁ EKKI AÐ VERA GAGNKVÆMT BOGI NILS OG FÉLAGAR?
03.05.2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagðist í sjónvarpsviðtali á miðvikudag “aldrei sjálfur” hafa verið “hrifinn af miklum ríkisafskiptum.” Þessi orð lét hann falla á sama tíma og hann leitar aðstoðar ríkisins til að tryggja félaginu framhaldslíf. Daginn eftir mætti svo samgönguráðherrann í sama sjónvarpssett og sagði þennan forstjóra hafa viðskiptaáætlun sem væri mjög sannfærandi. Að flugfélag skuli við núverandi aðstæður vera talið búa yfir viðskiptaáætlun sem sé mjög sannfærandi er út af fyrir sig ekki mjög traustvekjandi, hvorki af hálfu ...