Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Mars 2021

FEMÍNISTINN OG AÐALRITARINN

FEMÍNISTINN OG AÐALRITARINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.03.21. ...  Fyrir hálfri öld, kannski tæplega, þegar kvennahreyfingin var að hefja sig til flugs, trúði ég því að þess væri skammt að bíða að hætt yrði að tala um konur og karla í þessu samhengi, bara um malbik og velferð. Svo langt myndum við hafa náð í jafnréttisbaráttu þegar komið væri fram yfir aldamótin, hvað þá um tvo áratugi inn í tuttugustu og fyrstu öldina  ...
UM ALDURINN OG ÁRIN

UM ALDURINN OG ÁRIN

Mér hlotnaðist sá heiður í vikunni að vefmiðillinn lifdununa.is tók við mig viðtal um lífið og tilveruna að loknum vinnudegi. Reyndar var uppleggið aldurinn, hvað hann gerði okkur. Ég hélt því fram að aldur væri fyrst og fremst heilsa. Mest væri um vert að halda heilsunni. Ef hún bilaði ekki þá gætum við tekið því vel að eldast. Reyndar hefði ég þá trú að áratugurinn sem í hönd færi eftir að sjötíu ára aldri væri náð, væri sá skemmtilegasti! … 
SVONA VILDI FRANKÓ LÍKA HAFA ÞAÐ

SVONA VILDI FRANKÓ LÍKA HAFA ÞAÐ

En á meðan ég man, hvað skyldi NATÓ segja, brjóstvörn lýðræðisins og náttúrlega Guðlaugur okkar Þór, utanríkisráðherra Íslands? Vandinn við að hafa skoðun á mannréttindabrotum á Spáni er náttúrlega nálægðin og góðra-vinar félagsskapurinn í NATÓ.  Ætli þyki ekki farsælast að halda sig bara við Venezuela og þá verja mannhelgi forsetans sem þeir Guðlaugur Þór og Pompeo skipuðu á sínum tíma, að vísu í blóra við stjórnarskrá og ...