Síðastliðinn miðvikudag voru tvö palestínsk ungmenni skotin til bana í Beit Liqya, bæ vestur af Ramallah. Jamal Jaber, 15 ára og Uday Mofeed, 14 ára, létust reyndar ekki samstundis.
Birtist í Morgunblaðinu 04.05.05.Í frumvarpi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um Ríkisútvarpið, sem fram kom á Alþingi á sama tíma og frumvarp ríkisstjórnarinnar, eru settar fram tillögur um grundvallarbreytingar á stjórnsýslu stofnunarinnar og tengslum hennar við Alþingi og framkvæmdavald.
Málgagn Ungra Vinstri Grænna U-Beygjan sýnir mér þann heiður að taka við mig viðtal um utanríkismál þar sem sérstaklega er fjallað um Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrssjóðinn. Viðtalið ber yfirskriftina, Þjóðnýting komin úr tísku og birtist það hér að neðan.
Góðir félagar, góðir landsmenn. Þegar síðasti póst- og símamálastjórinn var einhverju sinni spurður hvað hann teldi vera hlutverk þeirrar stofnunar sem hann veitti forstöðu, svaraði hann því til að markmiðið væri að veita öllum landsmönnum sem besta þjónustu.
Stjórn BSRB, hefur sent Stjórnarskrárnefnd tillögu þess efnis að aðgangur að drykkjarvatni skuli teljast til mannréttinda og að eignarhald á vatni skuli jafnan vera samfélagslegt.