Fara í efni

Greinar

ORÐ SKIPTA MÁLI – EKKI SÍST ÚR MUNNI FRÉTTAMANNA

Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti erindi á hátíð í tilefni 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

BOÐBERI BUSH Í FALLUJAH: "FRAMTÍÐIN UNDIR YKKUR KOMIN "

Robert Zoellick er næstæðsti ráðamaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í breska stórblaðinu Financial Times í gær segir frá för Zoellicks til Fallujah í Írak, þeirrar borgar í Írak sem einna verst hefur orðið fyrir barðinu á bandaríska innrásarliðinu í landinu en sem kunnugt er var borgin nánast lögð í rúst til að kveða þar niður andstöðu gegn nýlenduhernum.

FRÉTTAMOLAR AF EUREC FUNDI

Ég leyfi mér að fullyrða að kröftugasta alþjóðasamband launnafólks er PSI,  Public Service International, Alþjóðasamband launafólks í almannaþjónustu.
RÍKISSTJÓRNIN Á MÓTI ATVINNULÝÐRÆÐI!

RÍKISSTJÓRNIN Á MÓTI ATVINNULÝÐRÆÐI!

Í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar að það tilheyrði ekki "nútímarekstri" að tryggja starfsmönnum aðgang að stjórn stofnana! Í kjarasamningum í byrjun níunda áratugar síðustu aldar var samið um að efla atvinnulýðræði í opinberum stofnunum.
BANDARÍKJASTJÓRN, AL QUAEDA OG KJARNORKUSPRENGJAN

BANDARÍKJASTJÓRN, AL QUAEDA OG KJARNORKUSPRENGJAN

Haft var eftir Mohamed ElBaradei, forsvarsmanni Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (International Atomic Energy Agency), í fréttum að tímaspursmál væri hvenær Al Quaeda hryðjuverkasamtökin kæmust yfir kjarnorkuvopn.

GALIÐ RÚV FRUMVARP HLEÐUR UNDIR GUNNLAUG SÆVAR

Formaður Útvarpsráðs er Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Mér skilst að hann sé sjálfstæðismaður af frjálshyggjugerðinni.
ÞJÓFNAÐUR Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI

ÞJÓFNAÐUR Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI

Nú stendur til að selja Landssímann. Fyrirtækið Morgan Stanley hefur verið fengið til verksins. Svona rétt til málamynda.

BLIKKANDI VARNAÐARLJÓS Í FJÁRMÁLAKERFI

Fréttir sem nú berast innan úr bankakerfinu hljóta að vekja ríkisstjórnina – og okkur öll -  til umhugsunar. Í morgun var sagt frá því í fréttum að yfirdráttarlán heimilanna hafi aukist um 1.500 milljónir króna í febrúar og væri þetta annar mánuðurinn í röð sem yfirdráttarlán heimilanna hækki með ógnvænlegum hraða.
RÚV, SINFÓNÍAN OG PÁSKARNIR

RÚV, SINFÓNÍAN OG PÁSKARNIR

Á páskum, öðrum árstímum fremur, hlusta ég mikið  á útvarp. Gamla Gufan, Rás 1, verður þá jafnan fyrir valinu.

MAÐUR EN EKKI HVALUR

Birtist í Morgunblaðinu 27.03.05Bobby Fischer er orðinn Íslendingur sem kunnugt er. Framkvæmdavaldið var heldur fljótt á sér framan af og lofaði ríkisfangi, nokkuð sem einvörðungu var á færi Alþingis að veita við þessar aðstæður.