
BJÖRGVIN MAGNÚSSON KVADDUR
05.01.2022
Björgvin Magnússon var kvaddur frá Gafarvogskirkju miðvikudaginn 22. desember síðastliðinn. Skólastjórinn, æskulýðsfrömuðurinn og ættfaðirinn hafði undirbúið jarðarför sína í minnstu smáatriðum. Engin minningarorð áttu að vera um hann sjálfan heldur skyldi lesin hugvekja, eins konar ákall til okkar allra að leggja rækt við hið góða í tilverunni. Ekki héldu skipuleggjendur útfararinnar sig að öllu leyti við forskrift gamla skátaforingjans en þó að uppistöðu til. Úr jarðarförinni komum við tvíefld og bjartsýnni en þegar við stigum inn í kirkjuna. Þannig átti ...