UM ALDURINN OG ÁRIN
13.03.2021
Mér hlotnaðist sá heiður í vikunni að vefmiðillinn lifdununa.is tók við mig viðtal um lífið og tilveruna að loknum vinnudegi. Reyndar var uppleggið aldurinn, hvað hann gerði okkur. Ég hélt því fram að aldur væri fyrst og fremst heilsa. Mest væri um vert að halda heilsunni. Ef hún bilaði ekki þá gætum við tekið því vel að eldast. Reyndar hefði ég þá trú að áratugurinn sem í hönd færi eftir að sjötíu ára aldri væri náð, væri sá skemmtilegasti! …