Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Apríl 2003

Þegar hugsað er í árþúsundum

Sem betur fer er fjöldi erlendra fréttamanna í Írak sem færa okkur fréttir af framferði innrásarherjanna.  Auðvitað er alvarlegast hvernig fólk hefur verið myrt, raforkuverin eyðilögð, vatnsbólin að sama skapi, landið stráð sprengjum sem bíða þess að fætur stigi á þær til að valda limlestingu og eyðileggingu, krabbameinsvaldandi efnum dreift um stór svæði með sprengiregni, sem á eftir að drepa og afskræma um langt árabil.

Fiskifræðingurinn

Forsætisráðherra er sitthvað til lista lagt. Hann stundar pólitík, skrifar sögur og nú er hann kominn á kaf í fiskifræði.

Írak úr ýmsum áttum

Ríkisstjórn Íslands hefur lýst því yfir að hún vilji kosta nýja gervilimi á lítinn dreng sem var limlestur í árásunum á Írak.

Pólitískir prófessorar

Mig langar til að koma tillögu á framfæri við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands: Nemandi í framhaldsnámi fái sem rannsóknarverkefni fyrir doktorspróf að kortleggja samspilið á milli kosningabaráttu Samfylkingarinnar og yfirlýsinga kennara við félagsvísindadeildina.

DV tekur afstöðu

Hans Blix yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur lýst því yfir að Bandaríkjastjórn hafi blekkt eftirlitsmennina og að ætla megi að árásin á Írak hafi verið löngu ákveðin.

Allir geti smíðað sér gæfu

Viðtal í VG Umbúðalaust, kosningablaði VG í Reykjavík Hver er sinnar gæfu smiður, ekki satt? Mér var innrætt í æsku að lífið byrjaði ekki á morgun heldur væri það byrjað og að allt skipti máli og okkur bæri að nýta tímann vel.

Hvers vegna Fjórða heimsstyrjöldin?

Hvernig stendur á því að öfgafyllstu stríðsæsingamennirnir í kringum Bush Bandaríkjaforseta tala um að Fjórða heimsstyrjöldin sé hafin? Skýringin er sú að fyrst hafi orðið tvær heitar styrjaldir og síðan sé Kalda stríðið þriðja heimsstyrjöldin.

Góð lesning, en hvar eru fréttamenn?

Ungur drengur í Írak birtist á sjónvarpsskjá. Hann liggur á sjúkrahúsi, handalaus og litli búkurinn sundurtættur.

Bandarísk mannréttindasamtök láta að sér kveða

Í fjölmiðlum vestan hafs og austan keppast gagnrýnir fréttamenn við að fletta upp ummælum helstu haukanna í ráðuneyti Bush Bandaríkjaforseta nokkur ár aftur í tímann.

Við erum boðberar mikillar framfarasóknar

Viðtal  í Fréttablaðinu 12.apríl Ögmundur Jónasson þinflokksformaður Vinstri grænna, formaður BSRB og fyrrverandi fréttamaður í viðtali um stjórnmál, stríð og mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum.