Fara í efni

Greinasafn

2004

Almannafé

 Skömmu fyrir jólin kom út bók um rithöfundinn Halldór Laxness. Á það hefur verið bent að vinnubrögðum höfundarins sé að mörgu leyti áfátt, hann endursegi langa kafla úr bókum skáldsins, hann notfæri sér verk og rannsóknir annarra manna í heimildarleysi og/eða án þess að gera fullnægjandi grein fyrir því og að í bókinni sé margs konar ónákvæmni um staðhætti, fólk og atburði.

Endurmenntun í passíusálmunum

Allir muna eftir því þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sá sig knúinn til þess á haustmánuðum að lesa upp úr passíusálmunum í fréttatímum RÚV til þess að slá á peningafíkn gróðapunganna í bankakerfinu– en græðgin er svo sannarlega “merki nýrra tíma”, eins og segir í slagorði  hins nýja KGB-banka.

Heimsatburðir að hætti Halldórs eða Sunday Herald?

Í gær var greint frá því að sprengjusérfræðingar hefðu fundið sprengikúlur sem innihéldu sinnepsgas á vígvöllum í Írak.

Málflutningur SA um opinbera starfsmenn: Rugl eða rógur?

Talsmenn atvinnurekenda fara nú mikinn. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins benda á, að frá 1997 til 2002, hafi starfandi fólki á Íslandi fjölgað í heild um tæp 15 þúsund eða 10,4%.

Hvað vill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir láta einkavæða?

Það er merkilegt hve áhugasamir  ýmsir aðilar innan Samfylkingarinnar virðist vera um einkavæðingu. Í fréttum í kvöld birtist formaður svokallaðrar Framtíðarnefndar flokksins til að lýsa þeirri skoðun sinni að ekki beri nauðsyn til að opinberir starfsmenn sinni almannaþjónustunni.

Nöldur Davíðs Oddssonar

Birtist í Fréttablaðinu 07.01.2004Ritstjóri Fréttablaðsins, Gunnar Smári Egilsson, birtir umhugsunarverða hugvekju í helgarblaðinu þar sem hann veltir vöngum yfir hlutverki fjölmiðla.

Læknar á hálum ís

Fram kemur í fréttum að Læknafélag Íslands sé ósátt við að Tryggingastofnun ríkisins, TR, bendi sjúklingum, sem þurfi á aðstoð að halda, á að leita til heilsugæslunnar og göngudeilda sjúkrahúsanna.

Enn um lífeyrisfrumvarp

Sæll Ögmundur.  Ég vil byrja á að hrósa þér fyrir að taka strax afstöðu gegn hinu umdeilda frumvarpi um eftirlaun ráðherra og hækkun til formanna þingflokka stjórnarandstöðu.  Ég get ekki skilið af hverju þingmenn þurfa betri eftirlaun en aðrir í þjóðfélaginu, eða þeir þurfi að vera betur tryggðir heldur en aðrir ef þeir missa þingsæti komnir á efri ár.  Þetta er að gerast á hverjum degi út í þjóðfélaginu.  Annars held ég að það sem hafi farið einna verst í fólk er sú hækkun sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna upp á 240 þúsund Gera menn sér ekki grein fyrir því að almenn dagvinnulaun í landinu eru á bilinu frá 95 - 120 þúsund á mán.? Mér finnst þetta frumvarp sýna að meirihluti þingmanna er ekki í sambandi við almúgann.  Það vakti líka athygli að ekki var hægt að ná í formenn VG eða Samfylk.

“Segðu mér hverja þú átt að vinum og ég skal segja þér hver þú ert.”

Í ávarp forseta Íslands við áramót lagði hann mikla áherslu á hlutverk Íslendinga í breyttum heimi. Á sviði viðskipta væri landslag breytt og tækifæri mikil.

Um annála, skaupið og áramótaávörp: Markús Örn með vinninginn

Hér á þessari heimasíðu hefur Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu og þá einkum í tengslum við hans eigin gagnrýni á fréttaþáttinn Spegilinn.