Þjóðin fylgist nú agndofa með tilraunum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að keyra í gegn breytingar á starfsfyrirkomulagi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, sem felur í sér stórfellda kjaraskerðingu þvert á samkomulag sem hefur verið í gildi allar götur frá 1990, undirritað af hálfu BSRB fyrir hönd starfsmanna.
Dómsmálaráðherra núverandi hefur lengi verið mikill áhugamaður um að fá íslenskan her. Væntanlega vel borðalagðan, á gljáfægðum stígvélum og að sjálfsögðu með ráðherera málaflokksins í reglulegri liðskönnun með hönör.
Hver er áhrifamesti einstaklingurinn í heiminum í dag? Það má sannarlega halda því fram að það sé Ayatollah Ali Sistani, helsti leiðtogi Sjíita í Írak.
Það er mikið talað um kostnaðarvitund um þessar mundir. Einkum eru það boðberar hins algera peningafrelsis sem um það tala og þá einkum skort á þessari vitund hjá sjúkum, öryrkjum og öldruðum, en það eru hópar sem sumum þykir greinilega vera fyrir.