Alltaf er það fyrirsjánlegt hvað sendinefndir á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem koma hingað til lands að leggja okkur lífsreglurnar, hafa að segja.
Í dag fer fram í Reykjavík ráðstefna í nafni tímaritsins The Economist um orkulandið Ísland, sem býður upp á ódýra orku og skattafslátt til auðhringa sem vilja láta svo lítið að stinga niður fæti í boði ríkisstjórnar Íslands.
Það er umhugsunarefni að fyrir kosningar er tónninn í stjórnmálamönnum oft annar en að kosningum afloknum. Það á ekki síst við um sjálfstæðismenn – líka í Skagafirði.
Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, og einn helsti talsmaður atvinnurekenda um árabil, hefur hafið upp raust sína til að vara við vaxandi verðbólgu.
Eflaust er erfitt að alhæfa um þau átök sem eiga sér stað í réttarsölum landsins um markalínur á milli eignarlands einstaklinga annars vegar og svokallaðra þjóðlendna hins vegar.
Sérstakt um margt er ex-bé framboðið í Reykjavík. Það er ekki aðeins sérstakt fyrir nafngiftina, en sennilega mun það ekki hafa gerst áður í stjórnmála-sögunni að breytt sé yfir nafn og kennitölu stjórnmálaflokks eins rækilega og í tilviki Framsóknarflokksins, sem auglýsingastofan hefur greinilega ráðlagt að nefna aldrei á nafn.