Hópar lögfræðinga liggja nú yfir stjórnarskrártexta þeirra Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins.
Kynnt hefur verið á Alþingi frumvarp sem kveður á um skref til afnáms launaleyndar. Frumvarpið byggir á þverpólitískri vinnu með aðkomu allra stjórnmálaflokka á þingi.
Á Alþingi er gerður greinarmunur á stjórnarfrumvarpi og þingmannafrumvarpi. Að stjórnarfrumvarpi stendur stjórnarmeirihlutinn á þingi og eru slík frumvörp jafnan lögð fram af hálfu ráðherra með ríkisstjórnina að bakhjarli.
Stjórn RÚV ohf var kjörin í gær. Handhafi hlutabréfsins í ohf, Þorgerður Katrín menntamálaráðherra, tilnefndi stjórnina sem áður hafði verið kjörin í hlutfallskosningu á Alþingi.
Framsókn átti helgina. Í rauninni var það ekkert undarlegt því flokkurinn hélt landsþing og blés í lúðra af því tilefni með mikilli opnunarhátíð í Borgarleikhúsinu.
Ég skal játa að þegar Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og knattspyrnukona með meiru, fékk aðeins örfá atkvæði í nýlegu formannskjöri til Knattspyrnusambands Íslands fyrir skömmu þá kom það mér á óvart og olli mér vonbrigðum, ekki hennar vegna heldur vegna KSÍ, sem mér fannst vera að fara á mis við tækifæri til þess að sækja inn í nýjar lendur með þessari kraftmiklu konu.