„Menn hegða sér ekki svona, að fara í fjölmiðla með offorsi," segir Halldór Ásgrímsson, fyrrum ráðherra og fyrrum formaður Framsóknarflokksins í viðtali við Fréttablaðið í dag, laugardag.
Þetta er heitið á ljóði efir Pétur Pétursson sem á erindi við okkur þessa daga. Pétur var um áratuga skeið þulur og dagskrárgerðarmarður á Ríkisútvarpinu og kynntist ég honum vel þegar ég starfaði þar á áttunda og níunda áratugnum.
Þegar ríkisstjórnin kynnti lagafrumvarp sem heimilaði inngrip ríkisvaldsins í bankana var sterklega gefið til kynna af hálfu ráðherra að fólki yrði almennt ekki sagt upp störfum og að það héldi meira að segja réttindum sínum.
Birtist í DV 08.10.08.. Í þann mund sem samþykkt var á Alþingi lagafrumvarp um yfirtöku ríkisins á tveimur bankastofnunum sem komnar voru í þrot og á góðri leið með að setja þjóðarbúið á hliðina, var dreift á borð þingmanna gömlum „góðkunningja" þingsins.
Það var dapurlegt að fylgjast með fréttum í dag. Ekki bara vegna frétta af fjármálamörkuðum heldur ekki síður vegna betlikveinsins í talsmönnum okkar þjóðar.
Öll höfum við puttana krosslagða um að allt fari á illskársta veg með fjármálakerfi landsmanna. Illu heilli er innlendi hluti kerfisins samofinn fjárfestingarævintýrum sem taka til jarðkringlunnar allrar með endalausum krosstengingum innan lands og utan.. Nú er mikilvægt - það er lífsnauðsyn - að markvisst verði unnið að því að vinda ofan af þessum óheillavef sem flækt hefur þjóðina í mestu vandræði sem yfir hafa dunið í seinni tíð.