12.10.2008
Ögmundur Jónasson
Haustið 2006 skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni, „Bankarnir rífi sig ekki frá samfelaginu." Tilefni greinarinnar voru aðfinnslur og glósur sem að mér hafði verið beint fyrir að vara við óvarlegum fjárfestingum og óhófsbruðli í fjárfestingargeiranum og þeim áhrifum sem það væri farið að hafa á íslenskt samfélag og ætti eftir að hafa ef ekki yrði grundvallarbreyting á.