FRÁSÖGN AF ÞINGI EVRÓPURÁÐSINS Í STRASBOURG
17.10.2016
Fréttin frá ársfjórðungsþingi Evrópuráðsins sem ég sat fyrir hönd Alþingis í Strasbourg í síðustu viku, þótti mér vera ákall þeirrar nefndar þingsins sem fjallar um félagsmál, að Evrópusambandið skrifi að sinni ekki undir CETA samninginn (Comprehensive Economic Trade Agreement) við Kanada: http://assembly.coe.int/nw/xml/News/News-View-EN.asp?newsid=6375&lang=2&cat=133 . Markaðsvæðingarsamningar . . Þessi samningur er úr sömu „fjölskyldu" og Tisa og TTips markaðsvæðingarsamningarnir sem oft hefur verið fjallað um á þessari síðu, en þessir samningar byggja á tilraunum ríkustu þjóða heims (þar á meðal Íslands) að fara á bak við fátækustu ríkin sem ekki vildu samþykkja GATS fríverslunarsamningana en stilla þeim síðarnefndu síðan upp við vegg gagnvart gerðum hlut.