Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Nóvember 2019

RÍKISSTJÓRNINNI BER AÐ SKIPTA ÚT STJÓRNENDUM ISAVIA

RÍKISSTJÓRNINNI BER AÐ SKIPTA ÚT STJÓRNENDUM ISAVIA

...  Ótvírætt er að stjórnendur ISAVIA eru að undirbúa einkavæðingu. Ráðherra ber nú ótvíræð skylda að verja almannahag gegn ásælni gróðafjármagns. Til þess þarf að fá nýja stjórnendur yfir Isavia. Núverandi stjórnarmenn Isavia standa með einkafjármagni gegn alemenningi. Það þarf ekki einu sinni að lesa á milli línanna ...
GLÆSILEG INNKOMA Á DALVÍK

GLÆSILEG INNKOMA Á DALVÍK

Forsvarsmenn Samherja birtust á Dalvík til að ávarpa stafsmenn fyrirtækisins þar. Í dramatískri innkomu lýsti Þorsteinn Már, forstjóri (þar til nýlega), því yfir, nánast kominn á krossinn með látbragði sínu, hve yfirkominn hann væri af þeirri óskammfeilnu árás sem gerð hefði verið á þau sem þarna væru, starfsfólk Samherja. Lýsti hann fullri samstöðu með fólkinu. Björgólfur, starfandi forstjóri, ætlar ekki heldur að bregðast fólkinu sem ...
FRED MAGDOFF Í MÁLI OG MYND

FRED MAGDOFF Í MÁLI OG MYND

Til umhugsunar er sú ábending Freds Magdoffs á opnum fundi í Þjóðmenningar-/Safnahúsinu í Reykjavík á laugardag að kerfi sem hugsar fyrst um gróða og síðan (ef þá nokkuð) um notagildi - þar sem fjárfesting í einkavæddu heilbrigðiskerfi er metin með tilliti til þess hverju hún skilar í vasa fjárfesta, ekki í heilsu sjúklinga, svo dæmi sé tekið – slíkt kerfi sé ófært um að ráða við umhverfisvandann. Einfaldlega vegna þess að það viðfangsefni er neðar á forgangslistanum en að skila fjárfestum arði. Hvati til útþenslu – að skila meiri vexti/gróða á morgun en í dag – er innbyggt I kapítalismann. Nú þurfi, sagði Fred Magdoff, að ...
BERLÍNARMÚRINN FELLUR: HVAÐ NÚ 30 ÁRUM SÍÐAR?

BERLÍNARMÚRINN FELLUR: HVAÐ NÚ 30 ÁRUM SÍÐAR?

Hinn níunda nóvember, þegar menn minntust þess að 30 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins, flutti ég erindi á ráðstefnu sem  Institute of Cultural Diplomacy , ICD, efndi til í Berlín. Í erindinu vék ég að frelsinu sem menn fögnuðu fyrir 30 árum –   tjáningarfrelsi, frelsi til frjálsrar farar   … og spurði hvar við værum nú stödd í því samhengi. Hvað segja menn til dæmis um   aðförina að Julian Assange og Wikileaks?  ...
SPURNING SETT VIÐ KAPTÍTALISMANN!

SPURNING SETT VIÐ KAPTÍTALISMANN!

Frískandi að heyra mann tala um sósíalisma án þess að reyna að biðjast afsökunar á sjálfum sér og skoðunum sínum. Kapítalisminn er búinn að kafkeyra heiminn en fáir þora að rísa upp og tala gegn þessu fyrirkomualgi – þessu skipulagi á mannlegu samfélagi. Fred Magdoff talaði fyrir fullu Þjóðmenningarhúsi í dag og dróg hvergi af sér. Eflaust voru ekki allir honum sammála en allt að því grunar mig! Þó ætla ég ekkert að fullyrða um það. Máli skiptir að ræða umhverfismálin í samhengi við efnahagskerfið. Svo gætum við líka farið að ...
ALVÖRU FRÉTTAMAÐUR SKRIFAR

ALVÖRU FRÉTTAMAÐUR SKRIFAR

Ég hvet lesendur til að lesa grein eftir Jonathan Steele, fyrrum helsta sérfræðing breska stórblaðsins Guardian í alþjóðamálum. Hann er kominn þaðan núna (enda Guardian kannski ekki eins eftirsóknarverður fjölmiðill og hann eitt sinn var, en Jonathan Steele er það svo sannarlega). Hér skrifar JS um rannsóknir á meintri eiturefnaárás á Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári sem varð þess valdandi að við (Íslendingar) og aðrar NATÓ þjóðir ákváðum að hefna með árásum á Sýrland. Vegna hlutdeildar okkar I árásarhernaði NATÓ ber okkur skylda til að setja okkur vel inn í þessi mál ...
LÁTUM HRISTA UPP Í OKKUR

LÁTUM HRISTA UPP Í OKKUR

... Fred Magdoff, prófessor í jarðvegsfræði við Vermontháskóla í Bandaríkjunum, hefur skrifað mikið um þessi efni. Hann segir að nú þurfi að velja á milli lífs og dauða, hvorki meira né minna. Hagvaxtarknúið hagkerfi kapítalismans verði að víkja fyrir nýrri hugsun! Eru þetta ekki öfgar? Ekki ef málið raunverulega snýst um líf og dauða. Þá liggja öfgarnar í kerfi sem leiðir okkur í dauðann en varla í hugsun sem tryggir okkur líf. Fred Magdoff heldur fyrirlestur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan 12 á laugardag... 
KVEIKUR OG WIKILEAKS JARÐA KVÓTAKERFIÐ

KVEIKUR OG WIKILEAKS JARÐA KVÓTAKERFIÐ

Einn áhrifamesti sjónvarpsáttur sem ég hef séð var á dagskrá RÚV í kvöld.  Niðurstaðan er þessi ...
OPINN FUNDUR MEÐ FRED MAGDOFF Á LAUGARDAG

OPINN FUNDUR MEÐ FRED MAGDOFF Á LAUGARDAG

Ef við eigum að koma í veg fyrir tortímingu lífríkisins af mannavöldum þá verðum við að ráðast í grundvallar kerfisbreytingar á hagkerfinu. Við eigum ekkert val segir Fred Magdoff, sérfræðingur í plöntu- og jarðvegsfræðum við háskólann í Vermont í Bandaríkjunum.  Á opnum hádegisfundi í Safnahúsinu á laugardag færir hann rök fyrir þessari staðhæfingu ... 
SVEINN OG BJÖRK

SVEINN OG BJÖRK

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09/10.11.19. ... Þess vegna kallaði ég þau upp í fyrirsögn þau Svein Rúnar Hauksson og Björk Vilhelmsdóttur. Þau þarf ekki að kynna á annan hátt en að minna á að í áratugi hafa þau sameinað þetta allt í baráttu sinni fyrir mannréttindum í Palestínu. Þar hafa farið saman, orðin, gjörðirnar og staðfestan.Öðru hvoru bregður þeim fyrir í fréttum. Boðskapurinn alltaf sá sami, að ...