JUDITH OG VLADIMIR BJÓÐA Á TÓNLEIKA
17.04.2020
Ætli netið hafi nokkurn tímann verið eins fjölbreytt og listrænt og þessa veirufaraldursdaga? Listamenn koma fram, lesa upp, tónlistarfólk syngur og efnir til tónleika. Ég var á slíkum tónleikum í dag, í þriðja skiptið á stuttum tíma, hjá Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel. Judith, sem ólst upp í Kópavoginum, varð fiðluséní nánast á barnsaldri og hefur síðan unnið til tónlistarverðlauna víða um lönd. Júdith hefur...