08.05.2003
Ögmundur Jónasson
Birtist í DV 07.05.2003Mikið er þjóðfélag okkar gallalaust. Hvergi er að finna nokkra hnökra. Framúrskarandi réttsýnt fólk hefur stjórnað landinu okkar, fólk sem ber takmarkalausa virðingu fyrir umhverfi og náttúru, fólk sem ber hag aldraðra fyrir brjósti, fólk sem setur málefni sjúkra jafnan í forgang og allra þeirra sem eiga við vanda að stríða.