Tillaga um nýtt form á kosningaumræðunni
16.05.2003
Ég held að flestum beri saman um að kosningaumræðan í ljósvakafjölmiðlunum sé komin í öngstræti. Efstu menn á listum í hverju kjördæmi eru boðaðir í færibandaþætti og garnirnar eru raktar úr formönnum flokkanna í fjölda spjallþátta.