Heimilið á að vera helgur reitur
07.10.2004
Enginn mælir því í mót að auðhyggja setur sívaxandi svipmót á samfélag okkar. Bæði er það náttúrulega svo að nokkrir auðmenn ráða orðið lögum og lofum í þjóðfélaginu og einnig hitt að peningar og bókhald eru að verða nánast einhliða mælikvarði á frammistöðu okkar í samfélaginu. Ef menn ekki gjalda keisaranum það sem hans er, þykir réttmætt að nánast útskúfa viðkomandi.