" Það er stór synd að neyta aflsmunar”
07.11.2004
Þegar séra Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum í Kjós, predikar þá hlusta menn – og ekki að ástæðulausu. Það sannaðist enn einu sinni nú í dag þegar útvarpað var úr Brautarholtskirkju messu þar sem séra Gunnar predikaði: Hann á jafnan erindi við fólk, fær okkur til að staldra við og velta fyrir okkur heimspekilegum álitamálum.