18.04.2006
Ögmundur Jónasson
Ég var að lesa lesendapistil Ólínar með fyrirsögninni “VERÐMÆTI RADDA AÐ HANDAN OG HÉÐAN”! Stórmerkilegt framlag! Mikið hlýtur Ólína vera greind og merkileg kona, ég vildi óska að svona góðir Íslendingar létu meir frá sér koma í ræðu og riti. Ég þakka Ólínu!Það hefur engin leyfi til að selja eða gefa einkaaðilum, Ríkisútvarpið, sem varðveitir ómetanlegan menningararf íslensku þjóðarinnar. Almenningur hefur greitt fyrir þessa eign sína og íslenskur almenningur á Ríkisútvarpið, ekki einhverjir pólitíkusar! Það hefur engin, hvorki lagalegt né siðferðislegt leyfi til að stela þessa ómetanlegu þjóðareign og færa einhverju græðgisfélaginu hana, hvað þá að þjóðinni óaðspurðri!.