08.04.2008
Ögmundur Jónasson
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, var ekki í góðu jafnvægi á Alþingi í gær þegar hann var beðinn um að útskýra flottræfilsháttinn í ferðamátanum sem ríkisstjórn hans væri farin að temja sér. Ekki vildi ráðherrann upplýsa kostnað ferðalaganna með einkaflugvélum að undanförnu en sagði að í því væri fólginn tímasparnaður að ferðast með einkaflugvélum. Svo hefði fjölmiðlafólk fengið ókeypis far! Þetta upplýsti forsætisráðherrann hróðugur á Alþingi í dag.